Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 18:37 Töluvert hefur verið um lokanir í dag vegna veðurs. Jóhann K. Jóhannsson Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld. Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45
Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13