Ásmundur leggur einkabíl sínum Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2018 16:08 Ásmundur segir nóg komið, hann ætlar að leggja einkabílnum og fara yfir á bílaleigubíl. visir/pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að skipta yfir á bílaleigubíl og hætta að aka um sitt kjördæmi á KIA-jepplingi sínum. Málefni Ásmundar og reyndar aksturspeningar Alþingismanna hafa verið mjög í deiglunni eftir að í ljós kom að sá sem sótti um endurgreiðslu vegna kostnaðar við akstur fór hæst í 4,6 milljónir króna fyrir árið 2017. Sá sem næstur kom fékk um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Seinna kom á daginn að Ásmundur var aksturskonungurinn og nú ætlar hann að skipta yfir á bílaleigubíl.Í starfsreglum Alþingis kemur fram að aki þingmenn meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggi til. Ásmundur ók um 47 þúsund kílómetra á síðasta ári. Hart hefur verið sótt að Ásmundi vegna málsins á umliðnum dögum meðan aðrir hafa varið hann svo sem flokksbræður hans Páll Magnússon og Brynjar Níelsson auk Ingva Hrafns Jónssonar sjónvarpsmanns sem segist aldrei hafa fyrirhitt annan eins dugnaðarfork og Ásmund.Þó hart hafi verið sótt af hinum ofurduglega Ásmundi eru ýmsir sem hafa risið upp honum til varnar, þeirra á meðal Ingvi Hrafn Jónsson.„Þetta hefur staðið til lengi. Það hafa verið þingmenn sem hafa verið í viðræðum við forsætisnefndina um þessi bílamál. Þessar nýju reglur voru settar af henni í þinglok fyrir síðustu kosningar. Ekkert samráð var haft við okkur sem erum í þessu heimakeyrsluverkefni,“ segir Ásmundur.Veit ekki hverjir eru í 2., 3., 4. og 5. sæti Hann segist hafa boðið þeim að leigja þinginu bílinn sinn á þeim sömu kjörum og bjóðast af bílaleigum sem leggja þingmönnum til bíla. En Alþingi skiptir við Bílaleigu Akureyrar. „En þeir vildu það ekki,“ segir Ásmundur.Af hverju ekki? „Þeir verða að svara því. Þetta er langt síðan.“En, veistu hverjir eru næstir á lista á eftir þér yfir hina akstursglöðu þingmenn? „Nei. Ég hef ekki hugmynd um það. Ég á nóg með sjálfan mig í þessu.“Óánægja með þjónustu bílaleigunnar Ásmundur var á leið í sjónvarpsviðtal þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum en hann ræddi þetta mál við Eirík Jónsson blaðamann og sagði við það tækifæri að nú væri nóg komið. Í frétt Eiríks kemur fram að Ásmundur muni greina frá þessari ákvörðun sinni á þingi við fyrsta tækifæri. „Mér finnst eðlilegt að ég fái sambærilegan bíl og ég hef verið á,“ segir Ásmundur í samtali við Eirík Jónsson.Uppfært 17:30 Í eldri útgáfu fréttarinnar kom fram að nokkur óánægja hafi verið meðal þingmanna sem nýtt hafa sér þjónustu Bílaleigu Akureyrar „en þeir telja að afgangsbílar hafi verið þeim ætlaðir,“ og var þar vísað til þess er fram kom í frétt Eiríks Jónssonar. Ásmundur setti sig samband við fréttastofu og segir þetta ekki fá staðist og því vert að fella út það sem segir um hina meintu óánægju þingmanna með bílaleigubíla. Hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að skipta yfir á bílaleigubíl og hætta að aka um sitt kjördæmi á KIA-jepplingi sínum. Málefni Ásmundar og reyndar aksturspeningar Alþingismanna hafa verið mjög í deiglunni eftir að í ljós kom að sá sem sótti um endurgreiðslu vegna kostnaðar við akstur fór hæst í 4,6 milljónir króna fyrir árið 2017. Sá sem næstur kom fékk um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Seinna kom á daginn að Ásmundur var aksturskonungurinn og nú ætlar hann að skipta yfir á bílaleigubíl.Í starfsreglum Alþingis kemur fram að aki þingmenn meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggi til. Ásmundur ók um 47 þúsund kílómetra á síðasta ári. Hart hefur verið sótt að Ásmundi vegna málsins á umliðnum dögum meðan aðrir hafa varið hann svo sem flokksbræður hans Páll Magnússon og Brynjar Níelsson auk Ingva Hrafns Jónssonar sjónvarpsmanns sem segist aldrei hafa fyrirhitt annan eins dugnaðarfork og Ásmund.Þó hart hafi verið sótt af hinum ofurduglega Ásmundi eru ýmsir sem hafa risið upp honum til varnar, þeirra á meðal Ingvi Hrafn Jónsson.„Þetta hefur staðið til lengi. Það hafa verið þingmenn sem hafa verið í viðræðum við forsætisnefndina um þessi bílamál. Þessar nýju reglur voru settar af henni í þinglok fyrir síðustu kosningar. Ekkert samráð var haft við okkur sem erum í þessu heimakeyrsluverkefni,“ segir Ásmundur.Veit ekki hverjir eru í 2., 3., 4. og 5. sæti Hann segist hafa boðið þeim að leigja þinginu bílinn sinn á þeim sömu kjörum og bjóðast af bílaleigum sem leggja þingmönnum til bíla. En Alþingi skiptir við Bílaleigu Akureyrar. „En þeir vildu það ekki,“ segir Ásmundur.Af hverju ekki? „Þeir verða að svara því. Þetta er langt síðan.“En, veistu hverjir eru næstir á lista á eftir þér yfir hina akstursglöðu þingmenn? „Nei. Ég hef ekki hugmynd um það. Ég á nóg með sjálfan mig í þessu.“Óánægja með þjónustu bílaleigunnar Ásmundur var á leið í sjónvarpsviðtal þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum en hann ræddi þetta mál við Eirík Jónsson blaðamann og sagði við það tækifæri að nú væri nóg komið. Í frétt Eiríks kemur fram að Ásmundur muni greina frá þessari ákvörðun sinni á þingi við fyrsta tækifæri. „Mér finnst eðlilegt að ég fái sambærilegan bíl og ég hef verið á,“ segir Ásmundur í samtali við Eirík Jónsson.Uppfært 17:30 Í eldri útgáfu fréttarinnar kom fram að nokkur óánægja hafi verið meðal þingmanna sem nýtt hafa sér þjónustu Bílaleigu Akureyrar „en þeir telja að afgangsbílar hafi verið þeim ætlaðir,“ og var þar vísað til þess er fram kom í frétt Eiríks Jónssonar. Ásmundur setti sig samband við fréttastofu og segir þetta ekki fá staðist og því vert að fella út það sem segir um hina meintu óánægju þingmanna með bílaleigubíla. Hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það.
Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44