Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson Fréttablaðið/Pjetur Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. Þetta segir forseti Alþingis, en forsætisnefnd hyggst taka reglurnar til endurskoðunar. Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup er ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar, sem setur reglurnar. „En það er auðvitað eitt sem mætti velta fyrir sér hvort að það ætti að setja á þetta einhvert þak, einhver efri mörk. Bara svo þetta væri frekar hafið yfir gagnrýni. Það má reyndar segja að það sé kominn í þetta. Það má reyndar segja að á vissan hátt sé komin inn í þetta bremsa af því tagi því nú er krafist þess að þingmenn noti bílaleigubíla ef aksturinn fer yfir 15.000 kílómetra á ári.“ Segir hann einnig að verið sé að skerpa á þessum reglum núna. Steingrímur bendir á að greiddur aksturskostnaður hafi lækkað mikið undanfarin ár, en þannig fengu þeir 10 sem mest óku tæpar 60 milljónir greiddar árið 2013, en talan í fyrra var aðeins helmingur þess. Steingrímur segir þó að alltaf megi skoða leiðir til aukinnar hagræðingar. „Án þess að ég vilji segja mikið á þessu stigi þá erum við að velta ýmsu fyrir okkur í þessu sambandi í forsætisnefnd.“ Greiddur kostnaður fyrir landsbyggðarþingmenn vegna ferðalaga og eftir atvikum búsetu utan heimilis leggst ofan á þingfararkaup þeirra sem í grunninn er um 1,1 milljón. Margir þingmenn fá þó auk þess ýmiss konar álag, meðal annars fyrir nefndarsetu og formennsku í flokkum. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. Þetta segir forseti Alþingis, en forsætisnefnd hyggst taka reglurnar til endurskoðunar. Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup er ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar, sem setur reglurnar. „En það er auðvitað eitt sem mætti velta fyrir sér hvort að það ætti að setja á þetta einhvert þak, einhver efri mörk. Bara svo þetta væri frekar hafið yfir gagnrýni. Það má reyndar segja að það sé kominn í þetta. Það má reyndar segja að á vissan hátt sé komin inn í þetta bremsa af því tagi því nú er krafist þess að þingmenn noti bílaleigubíla ef aksturinn fer yfir 15.000 kílómetra á ári.“ Segir hann einnig að verið sé að skerpa á þessum reglum núna. Steingrímur bendir á að greiddur aksturskostnaður hafi lækkað mikið undanfarin ár, en þannig fengu þeir 10 sem mest óku tæpar 60 milljónir greiddar árið 2013, en talan í fyrra var aðeins helmingur þess. Steingrímur segir þó að alltaf megi skoða leiðir til aukinnar hagræðingar. „Án þess að ég vilji segja mikið á þessu stigi þá erum við að velta ýmsu fyrir okkur í þessu sambandi í forsætisnefnd.“ Greiddur kostnaður fyrir landsbyggðarþingmenn vegna ferðalaga og eftir atvikum búsetu utan heimilis leggst ofan á þingfararkaup þeirra sem í grunninn er um 1,1 milljón. Margir þingmenn fá þó auk þess ýmiss konar álag, meðal annars fyrir nefndarsetu og formennsku í flokkum.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41