Guðni Bergs um Gylfa: Mjög nálægt því að vera hinn fullkomni leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu um síðustu helgi. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali á heimasíðu Everton þar sem aðalumræðuefnið var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem spilar með Everton liðinu. Gylfi skoraði gott mark í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og lagði einnig upp þriðja mark liðsins. „Ég hef mikla trú á Gylfa,“ sagði Guðni við evertonfc.com. „Hann er með rétta hugarfarið og vilja til að vinna. Hann hefur svo mikil gæði, er vinnusamður, hleypur meira en allir í ensku úrvalsdeildinni og gefur alltaf hundrað prósent í leikina,“ sagði Guðni.| "Gylfi is really admired in Iceland."@footballiceland chairman and former @OfficialBWFC defender @gudnibergs lists the reasons why...https://t.co/b3hL508erhpic.twitter.com/Wa7pGqmp2Y — Everton (@Everton) February 14, 2018 „Sköpunargleðin og geta hans með boltann eru hans stærstu kostir. Hann vinnur vel á litlu svæði, er útsjónarsamur með sendingarnar sínar og er síðan með frábærar sendingar úr föstum leikatriðum,“ sagði Guðni. Hann hrósaði Gylfa einnig fyrir skotin og varnarvinnuna. „Hann er mjög nálægt því að vera fullkominn leikmaður. Hann er frábær tía og mjög, mjög góður miðjumaður,“ sagði Guðni. „Ég er hrifnastur að sjá hann inn á miðjum vellinum en ég vel hann muni spila hvar sem er fyrir stjórann sinn ef það hjálpar liðinu,“ sagði Guðni.Since his debut in January 2012, Gylfi Sigurdsson has scored 17 goals from outside the box; more than any other current #PL player#EVECRYpic.twitter.com/l1e1H9J6E7 — Premier League (@premierleague) February 11, 2018 Guðni sjálfur spilaði í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni og þar á meðal fyrir Sam Allardyce, núverandi knattspyrnustjóra Everton. „Sam leggur alltaf áherslu á að verjast sem eitt lið alveg eins og við gerum í íslenska landsliðinu. Hann hefur síðan Gylfa og aðra leikmenn til að búa eitthvað til á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guðni. „Það er best ef það eru að koma hlaup í kringum Gylfa því hann mun koma boltanum til þeirra. Ég er viss um að við sjáum mikið af því hjá Everton á næstunni,“ sagði Guðni.Since the start of the 2016/17 season, only Kevin De Bruyne (29) & Christian Eriksen (21) have more #PL assists than Gylfi Sigurdsson pic.twitter.com/7HZ6EgSTpA — Premier League (@premierleague) February 1, 2018 Guðni heldur áfram að tala um Gylfa og þá sérstaklega um vinsældir hans heima fyrir. „Hann er rosalega vinsæll á Íslandi og hefur gott orðspor. Við dáumst af því hvernig hann hefur farið að því að byggja upp sinn feril. Þegar hann var ungur var kannski ekki búist við að hann gæti orðið þessi leikmaður sem hann er í dag,“ sagði Guðni. „Hann náði þessum árangri með vinnusemi og tileinkun. Hann hugsar svo vel um sig, drekkur ekki og er mjög einbeittur,“ sagði Guðni um besta fótboltamann Íslands. „Gylfi er frábær fyrirmynd fyrir krakkana á Íslandi. Við erum svo ánægð með landsliðið okkar og svo stolt af þeim,“ sagði Guðni en það má finna allt viðtalið hér. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali á heimasíðu Everton þar sem aðalumræðuefnið var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem spilar með Everton liðinu. Gylfi skoraði gott mark í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og lagði einnig upp þriðja mark liðsins. „Ég hef mikla trú á Gylfa,“ sagði Guðni við evertonfc.com. „Hann er með rétta hugarfarið og vilja til að vinna. Hann hefur svo mikil gæði, er vinnusamður, hleypur meira en allir í ensku úrvalsdeildinni og gefur alltaf hundrað prósent í leikina,“ sagði Guðni.| "Gylfi is really admired in Iceland."@footballiceland chairman and former @OfficialBWFC defender @gudnibergs lists the reasons why...https://t.co/b3hL508erhpic.twitter.com/Wa7pGqmp2Y — Everton (@Everton) February 14, 2018 „Sköpunargleðin og geta hans með boltann eru hans stærstu kostir. Hann vinnur vel á litlu svæði, er útsjónarsamur með sendingarnar sínar og er síðan með frábærar sendingar úr föstum leikatriðum,“ sagði Guðni. Hann hrósaði Gylfa einnig fyrir skotin og varnarvinnuna. „Hann er mjög nálægt því að vera fullkominn leikmaður. Hann er frábær tía og mjög, mjög góður miðjumaður,“ sagði Guðni. „Ég er hrifnastur að sjá hann inn á miðjum vellinum en ég vel hann muni spila hvar sem er fyrir stjórann sinn ef það hjálpar liðinu,“ sagði Guðni.Since his debut in January 2012, Gylfi Sigurdsson has scored 17 goals from outside the box; more than any other current #PL player#EVECRYpic.twitter.com/l1e1H9J6E7 — Premier League (@premierleague) February 11, 2018 Guðni sjálfur spilaði í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni og þar á meðal fyrir Sam Allardyce, núverandi knattspyrnustjóra Everton. „Sam leggur alltaf áherslu á að verjast sem eitt lið alveg eins og við gerum í íslenska landsliðinu. Hann hefur síðan Gylfa og aðra leikmenn til að búa eitthvað til á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guðni. „Það er best ef það eru að koma hlaup í kringum Gylfa því hann mun koma boltanum til þeirra. Ég er viss um að við sjáum mikið af því hjá Everton á næstunni,“ sagði Guðni.Since the start of the 2016/17 season, only Kevin De Bruyne (29) & Christian Eriksen (21) have more #PL assists than Gylfi Sigurdsson pic.twitter.com/7HZ6EgSTpA — Premier League (@premierleague) February 1, 2018 Guðni heldur áfram að tala um Gylfa og þá sérstaklega um vinsældir hans heima fyrir. „Hann er rosalega vinsæll á Íslandi og hefur gott orðspor. Við dáumst af því hvernig hann hefur farið að því að byggja upp sinn feril. Þegar hann var ungur var kannski ekki búist við að hann gæti orðið þessi leikmaður sem hann er í dag,“ sagði Guðni. „Hann náði þessum árangri með vinnusemi og tileinkun. Hann hugsar svo vel um sig, drekkur ekki og er mjög einbeittur,“ sagði Guðni um besta fótboltamann Íslands. „Gylfi er frábær fyrirmynd fyrir krakkana á Íslandi. Við erum svo ánægð með landsliðið okkar og svo stolt af þeim,“ sagði Guðni en það má finna allt viðtalið hér.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira