Guðni Bergs um Gylfa: Mjög nálægt því að vera hinn fullkomni leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu um síðustu helgi. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali á heimasíðu Everton þar sem aðalumræðuefnið var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem spilar með Everton liðinu. Gylfi skoraði gott mark í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og lagði einnig upp þriðja mark liðsins. „Ég hef mikla trú á Gylfa,“ sagði Guðni við evertonfc.com. „Hann er með rétta hugarfarið og vilja til að vinna. Hann hefur svo mikil gæði, er vinnusamður, hleypur meira en allir í ensku úrvalsdeildinni og gefur alltaf hundrað prósent í leikina,“ sagði Guðni.| "Gylfi is really admired in Iceland."@footballiceland chairman and former @OfficialBWFC defender @gudnibergs lists the reasons why...https://t.co/b3hL508erhpic.twitter.com/Wa7pGqmp2Y — Everton (@Everton) February 14, 2018 „Sköpunargleðin og geta hans með boltann eru hans stærstu kostir. Hann vinnur vel á litlu svæði, er útsjónarsamur með sendingarnar sínar og er síðan með frábærar sendingar úr föstum leikatriðum,“ sagði Guðni. Hann hrósaði Gylfa einnig fyrir skotin og varnarvinnuna. „Hann er mjög nálægt því að vera fullkominn leikmaður. Hann er frábær tía og mjög, mjög góður miðjumaður,“ sagði Guðni. „Ég er hrifnastur að sjá hann inn á miðjum vellinum en ég vel hann muni spila hvar sem er fyrir stjórann sinn ef það hjálpar liðinu,“ sagði Guðni.Since his debut in January 2012, Gylfi Sigurdsson has scored 17 goals from outside the box; more than any other current #PL player#EVECRYpic.twitter.com/l1e1H9J6E7 — Premier League (@premierleague) February 11, 2018 Guðni sjálfur spilaði í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni og þar á meðal fyrir Sam Allardyce, núverandi knattspyrnustjóra Everton. „Sam leggur alltaf áherslu á að verjast sem eitt lið alveg eins og við gerum í íslenska landsliðinu. Hann hefur síðan Gylfa og aðra leikmenn til að búa eitthvað til á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guðni. „Það er best ef það eru að koma hlaup í kringum Gylfa því hann mun koma boltanum til þeirra. Ég er viss um að við sjáum mikið af því hjá Everton á næstunni,“ sagði Guðni.Since the start of the 2016/17 season, only Kevin De Bruyne (29) & Christian Eriksen (21) have more #PL assists than Gylfi Sigurdsson pic.twitter.com/7HZ6EgSTpA — Premier League (@premierleague) February 1, 2018 Guðni heldur áfram að tala um Gylfa og þá sérstaklega um vinsældir hans heima fyrir. „Hann er rosalega vinsæll á Íslandi og hefur gott orðspor. Við dáumst af því hvernig hann hefur farið að því að byggja upp sinn feril. Þegar hann var ungur var kannski ekki búist við að hann gæti orðið þessi leikmaður sem hann er í dag,“ sagði Guðni. „Hann náði þessum árangri með vinnusemi og tileinkun. Hann hugsar svo vel um sig, drekkur ekki og er mjög einbeittur,“ sagði Guðni um besta fótboltamann Íslands. „Gylfi er frábær fyrirmynd fyrir krakkana á Íslandi. Við erum svo ánægð með landsliðið okkar og svo stolt af þeim,“ sagði Guðni en það má finna allt viðtalið hér. Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali á heimasíðu Everton þar sem aðalumræðuefnið var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem spilar með Everton liðinu. Gylfi skoraði gott mark í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og lagði einnig upp þriðja mark liðsins. „Ég hef mikla trú á Gylfa,“ sagði Guðni við evertonfc.com. „Hann er með rétta hugarfarið og vilja til að vinna. Hann hefur svo mikil gæði, er vinnusamður, hleypur meira en allir í ensku úrvalsdeildinni og gefur alltaf hundrað prósent í leikina,“ sagði Guðni.| "Gylfi is really admired in Iceland."@footballiceland chairman and former @OfficialBWFC defender @gudnibergs lists the reasons why...https://t.co/b3hL508erhpic.twitter.com/Wa7pGqmp2Y — Everton (@Everton) February 14, 2018 „Sköpunargleðin og geta hans með boltann eru hans stærstu kostir. Hann vinnur vel á litlu svæði, er útsjónarsamur með sendingarnar sínar og er síðan með frábærar sendingar úr föstum leikatriðum,“ sagði Guðni. Hann hrósaði Gylfa einnig fyrir skotin og varnarvinnuna. „Hann er mjög nálægt því að vera fullkominn leikmaður. Hann er frábær tía og mjög, mjög góður miðjumaður,“ sagði Guðni. „Ég er hrifnastur að sjá hann inn á miðjum vellinum en ég vel hann muni spila hvar sem er fyrir stjórann sinn ef það hjálpar liðinu,“ sagði Guðni.Since his debut in January 2012, Gylfi Sigurdsson has scored 17 goals from outside the box; more than any other current #PL player#EVECRYpic.twitter.com/l1e1H9J6E7 — Premier League (@premierleague) February 11, 2018 Guðni sjálfur spilaði í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni og þar á meðal fyrir Sam Allardyce, núverandi knattspyrnustjóra Everton. „Sam leggur alltaf áherslu á að verjast sem eitt lið alveg eins og við gerum í íslenska landsliðinu. Hann hefur síðan Gylfa og aðra leikmenn til að búa eitthvað til á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guðni. „Það er best ef það eru að koma hlaup í kringum Gylfa því hann mun koma boltanum til þeirra. Ég er viss um að við sjáum mikið af því hjá Everton á næstunni,“ sagði Guðni.Since the start of the 2016/17 season, only Kevin De Bruyne (29) & Christian Eriksen (21) have more #PL assists than Gylfi Sigurdsson pic.twitter.com/7HZ6EgSTpA — Premier League (@premierleague) February 1, 2018 Guðni heldur áfram að tala um Gylfa og þá sérstaklega um vinsældir hans heima fyrir. „Hann er rosalega vinsæll á Íslandi og hefur gott orðspor. Við dáumst af því hvernig hann hefur farið að því að byggja upp sinn feril. Þegar hann var ungur var kannski ekki búist við að hann gæti orðið þessi leikmaður sem hann er í dag,“ sagði Guðni. „Hann náði þessum árangri með vinnusemi og tileinkun. Hann hugsar svo vel um sig, drekkur ekki og er mjög einbeittur,“ sagði Guðni um besta fótboltamann Íslands. „Gylfi er frábær fyrirmynd fyrir krakkana á Íslandi. Við erum svo ánægð með landsliðið okkar og svo stolt af þeim,“ sagði Guðni en það má finna allt viðtalið hér.
Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira