Guðni Bergs um Gylfa: Mjög nálægt því að vera hinn fullkomni leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu um síðustu helgi. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali á heimasíðu Everton þar sem aðalumræðuefnið var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem spilar með Everton liðinu. Gylfi skoraði gott mark í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og lagði einnig upp þriðja mark liðsins. „Ég hef mikla trú á Gylfa,“ sagði Guðni við evertonfc.com. „Hann er með rétta hugarfarið og vilja til að vinna. Hann hefur svo mikil gæði, er vinnusamður, hleypur meira en allir í ensku úrvalsdeildinni og gefur alltaf hundrað prósent í leikina,“ sagði Guðni.| "Gylfi is really admired in Iceland."@footballiceland chairman and former @OfficialBWFC defender @gudnibergs lists the reasons why...https://t.co/b3hL508erhpic.twitter.com/Wa7pGqmp2Y — Everton (@Everton) February 14, 2018 „Sköpunargleðin og geta hans með boltann eru hans stærstu kostir. Hann vinnur vel á litlu svæði, er útsjónarsamur með sendingarnar sínar og er síðan með frábærar sendingar úr föstum leikatriðum,“ sagði Guðni. Hann hrósaði Gylfa einnig fyrir skotin og varnarvinnuna. „Hann er mjög nálægt því að vera fullkominn leikmaður. Hann er frábær tía og mjög, mjög góður miðjumaður,“ sagði Guðni. „Ég er hrifnastur að sjá hann inn á miðjum vellinum en ég vel hann muni spila hvar sem er fyrir stjórann sinn ef það hjálpar liðinu,“ sagði Guðni.Since his debut in January 2012, Gylfi Sigurdsson has scored 17 goals from outside the box; more than any other current #PL player#EVECRYpic.twitter.com/l1e1H9J6E7 — Premier League (@premierleague) February 11, 2018 Guðni sjálfur spilaði í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni og þar á meðal fyrir Sam Allardyce, núverandi knattspyrnustjóra Everton. „Sam leggur alltaf áherslu á að verjast sem eitt lið alveg eins og við gerum í íslenska landsliðinu. Hann hefur síðan Gylfa og aðra leikmenn til að búa eitthvað til á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guðni. „Það er best ef það eru að koma hlaup í kringum Gylfa því hann mun koma boltanum til þeirra. Ég er viss um að við sjáum mikið af því hjá Everton á næstunni,“ sagði Guðni.Since the start of the 2016/17 season, only Kevin De Bruyne (29) & Christian Eriksen (21) have more #PL assists than Gylfi Sigurdsson pic.twitter.com/7HZ6EgSTpA — Premier League (@premierleague) February 1, 2018 Guðni heldur áfram að tala um Gylfa og þá sérstaklega um vinsældir hans heima fyrir. „Hann er rosalega vinsæll á Íslandi og hefur gott orðspor. Við dáumst af því hvernig hann hefur farið að því að byggja upp sinn feril. Þegar hann var ungur var kannski ekki búist við að hann gæti orðið þessi leikmaður sem hann er í dag,“ sagði Guðni. „Hann náði þessum árangri með vinnusemi og tileinkun. Hann hugsar svo vel um sig, drekkur ekki og er mjög einbeittur,“ sagði Guðni um besta fótboltamann Íslands. „Gylfi er frábær fyrirmynd fyrir krakkana á Íslandi. Við erum svo ánægð með landsliðið okkar og svo stolt af þeim,“ sagði Guðni en það má finna allt viðtalið hér. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali á heimasíðu Everton þar sem aðalumræðuefnið var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem spilar með Everton liðinu. Gylfi skoraði gott mark í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og lagði einnig upp þriðja mark liðsins. „Ég hef mikla trú á Gylfa,“ sagði Guðni við evertonfc.com. „Hann er með rétta hugarfarið og vilja til að vinna. Hann hefur svo mikil gæði, er vinnusamður, hleypur meira en allir í ensku úrvalsdeildinni og gefur alltaf hundrað prósent í leikina,“ sagði Guðni.| "Gylfi is really admired in Iceland."@footballiceland chairman and former @OfficialBWFC defender @gudnibergs lists the reasons why...https://t.co/b3hL508erhpic.twitter.com/Wa7pGqmp2Y — Everton (@Everton) February 14, 2018 „Sköpunargleðin og geta hans með boltann eru hans stærstu kostir. Hann vinnur vel á litlu svæði, er útsjónarsamur með sendingarnar sínar og er síðan með frábærar sendingar úr föstum leikatriðum,“ sagði Guðni. Hann hrósaði Gylfa einnig fyrir skotin og varnarvinnuna. „Hann er mjög nálægt því að vera fullkominn leikmaður. Hann er frábær tía og mjög, mjög góður miðjumaður,“ sagði Guðni. „Ég er hrifnastur að sjá hann inn á miðjum vellinum en ég vel hann muni spila hvar sem er fyrir stjórann sinn ef það hjálpar liðinu,“ sagði Guðni.Since his debut in January 2012, Gylfi Sigurdsson has scored 17 goals from outside the box; more than any other current #PL player#EVECRYpic.twitter.com/l1e1H9J6E7 — Premier League (@premierleague) February 11, 2018 Guðni sjálfur spilaði í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni og þar á meðal fyrir Sam Allardyce, núverandi knattspyrnustjóra Everton. „Sam leggur alltaf áherslu á að verjast sem eitt lið alveg eins og við gerum í íslenska landsliðinu. Hann hefur síðan Gylfa og aðra leikmenn til að búa eitthvað til á síðasta þriðjungnum,“ sagði Guðni. „Það er best ef það eru að koma hlaup í kringum Gylfa því hann mun koma boltanum til þeirra. Ég er viss um að við sjáum mikið af því hjá Everton á næstunni,“ sagði Guðni.Since the start of the 2016/17 season, only Kevin De Bruyne (29) & Christian Eriksen (21) have more #PL assists than Gylfi Sigurdsson pic.twitter.com/7HZ6EgSTpA — Premier League (@premierleague) February 1, 2018 Guðni heldur áfram að tala um Gylfa og þá sérstaklega um vinsældir hans heima fyrir. „Hann er rosalega vinsæll á Íslandi og hefur gott orðspor. Við dáumst af því hvernig hann hefur farið að því að byggja upp sinn feril. Þegar hann var ungur var kannski ekki búist við að hann gæti orðið þessi leikmaður sem hann er í dag,“ sagði Guðni. „Hann náði þessum árangri með vinnusemi og tileinkun. Hann hugsar svo vel um sig, drekkur ekki og er mjög einbeittur,“ sagði Guðni um besta fótboltamann Íslands. „Gylfi er frábær fyrirmynd fyrir krakkana á Íslandi. Við erum svo ánægð með landsliðið okkar og svo stolt af þeim,“ sagði Guðni en það má finna allt viðtalið hér.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira