Fótbolti

Bremen varð af mikilvægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron hugsi.
Aron hugsi. vísir/getty
Aron Jóhannsson spilaði í 74 mínútur þegar lið hans Werder Bremen tapaði 1-0 gegn Freiburg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu þegar Nils Petersen skoraði af vítapunktinum fyrir Freiburg á 24. mínútu, en Aron spilaði í 74 mínútur eins og áður segir.

Bremen er í fimmtánda sæti, jafn mörg stig og Mainz, sem er í sætinu fyrir neðan. Sextánda sætið er umspilssæti um fall.

Bayern Munchen gerði engin mistök er liðið vann 2-1 sigur á Wolfsburg. Sandro Wagner jafnaði fyrir Bayern á 64. mínútu og Lewandowski skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Þeir eru með tuttugu og eins stiga forskot á toppnum.

Bayer Leverkusen heldur öðru sætinu eftir 2-1 sigur á HSV á útivelli og Köln vann 2-1 sigur á Hannover, en Köln er enn á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×