Töp, stolinn leigubíll og allt í rugli hjá West Brom Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2018 08:30 Úr leik WBA um helgina. vísir/afp Leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og allir þeir sem koma að enska úrvalsdeildarliðinu West Brom vilja eflaust gleyma síðustu viku sem fyrst. Á mánudaginn fyrir viku tapaði West Brom 3-0 fyrir Chelsea á útivelli. Liðið er eitt og yfirgefið á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 20 stig, fimm stigum frá næsta liði og sjö stigum frá öruggu sæti þegar 11 umferðum er ólokið. Til að bæta gráu ofan á svart meiddist Daniel Sturridge, lánsmaður frá Liverpool, eftir aðeins nokkurra mínútna leik gegn Chelsea. Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Brom, reyndi að létta lund leikmanna með því að fara með þá til Barcelona. Sú ferð var skrautleg í meira lagi og hafði ekki tilætluð áhrif. Staðan varð bara enn verri.Leigubílastuldur Aðfaranótt föstudags sagði hungrið til sín hjá fjórum leikmönnum West Brom eftir gott skrall. Allir skyndibitastaðir í nágrenninu voru lokaðir og þeir pöntuðu því leigubíl til að fara á McDonald’s. Þar fannst þeim góð hugmynd að stela bílnum þegar bílstjórinn fór inn á staðinn til að sækja pöntunina. Leikmennirnir keyrðu upp á hótel, skildu bílinn eftir þar fyrir utan og fóru upp á herbergi. Þeir voru ekki búnir að sofa lengi þegar þeir voru vaktir af lögreglumönnum sem færðu þá til yfirheyrslu. Þeim var síðar sleppt og leigubílstjórinn fékk bílinn sinn aftur. Á föstudaginn bárust svo fréttir af því að leikmennirnir fjórir væru meðal þeirra reyndustu í liði West Brom; Jonny Evans, Gareth Barry, Jake Livermore og Boaz Myhill. Félagið er með málið til rannsóknar. „Við ætlum að komast til botns í málinu. Þetta var ekki það sem við vildum. Þeir brutu reglur, það er óásættanlegt og þeir brugðust mér. Ég er augljóslega brjálaður," sagði Pardew. Hann lenti sjálfur í vandræðum í Barcelona þegar veski hans og síma var stolið.Barry og Evans voru til vandræða.vísir/afpBáðust afsökunar Leigubílaþjófarnir stigu fram á föstudaginn og sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á atvikinu. „Við viljum nýta tækifærið til að biðja liðsfélaga okkar, stjóra, félagið og sérstaklega stuðningsmennina afsökunar fyrir atvikið sem hafa fengið mikla og neikvæða athygli. Okkur fannst mikilvægt að stíga fram af virðingu við liðsfélaga okkar sem lægju annars undir grun," sagði í yfirlýsingu fjórmenninganna. Barry og Evans voru í byrjunarliðinu í bikarleiknum gegn Southampton á laugardaginn. Pardew tók hins vegar fyrirliðabandið af Evans. „Mér fannst ég þurfa að senda skilaboð vegna atburðanna," sagði Pardew. West Brom spilaði illa í fyrri hálfleiknum og var 0-1 undir að honum loknum. Lærisveinar Pardews spiluðu mun betur í seinni hálfleik en lentu 0-2 undir á 56. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Salomón Rondón muninn með fallegu marki en nær komst West Brom ekki og liðið er því fallið úr leik í bikarkeppninni.Situr í heitu sæti Eftir leikinn viðurkenndi Pardew að hann óttaðist um starf sitt. Liðinu hefur gengið hörmulega síðan hann tók við því af Tony Pulis í lok nóvember. West Brom hefur aðeins unnið einn af 13 deildarleikjum undir hans stjórn og bara unnið einn af síðustu 25 deildarleikjum sínum. West Brom var einu stigi frá fallsæti þegar Pardew tók við en er nú sjö stigum frá öruggu sæti. Og tíminn til að bjarga málunum er naumur. Það veikti líka stöðu Pardews mjög að Guochuan Lai, kínverskur eigandi West Brom, rak stjórnarformann og framkvæmdastjóra félagsins, John Williams og Martin Goodman, síðasta þriðjudag. Þeir réðu Pardew á sínum tíma og staða hans er því ekkert sérstaklega sterk. Og hann er meðvitaður um það. „Þetta eru góðir menn og ég er vonsvikinn ef ég á að segja eins og er. Þeir stóðu sig vel. Ef stjórnarformaðurinn og framkvæmdastjórinn eru látnir fara geturðu ekki verið öruggur með þína stöðu," sagði Pardew. West Brom hefur 11 leiki til að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni og redda tímabilinu. En miðað við gengi undanfarinna mánaða og ástandið hjá félaginu er afar ólíklegt að það takist. Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og allir þeir sem koma að enska úrvalsdeildarliðinu West Brom vilja eflaust gleyma síðustu viku sem fyrst. Á mánudaginn fyrir viku tapaði West Brom 3-0 fyrir Chelsea á útivelli. Liðið er eitt og yfirgefið á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 20 stig, fimm stigum frá næsta liði og sjö stigum frá öruggu sæti þegar 11 umferðum er ólokið. Til að bæta gráu ofan á svart meiddist Daniel Sturridge, lánsmaður frá Liverpool, eftir aðeins nokkurra mínútna leik gegn Chelsea. Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Brom, reyndi að létta lund leikmanna með því að fara með þá til Barcelona. Sú ferð var skrautleg í meira lagi og hafði ekki tilætluð áhrif. Staðan varð bara enn verri.Leigubílastuldur Aðfaranótt föstudags sagði hungrið til sín hjá fjórum leikmönnum West Brom eftir gott skrall. Allir skyndibitastaðir í nágrenninu voru lokaðir og þeir pöntuðu því leigubíl til að fara á McDonald’s. Þar fannst þeim góð hugmynd að stela bílnum þegar bílstjórinn fór inn á staðinn til að sækja pöntunina. Leikmennirnir keyrðu upp á hótel, skildu bílinn eftir þar fyrir utan og fóru upp á herbergi. Þeir voru ekki búnir að sofa lengi þegar þeir voru vaktir af lögreglumönnum sem færðu þá til yfirheyrslu. Þeim var síðar sleppt og leigubílstjórinn fékk bílinn sinn aftur. Á föstudaginn bárust svo fréttir af því að leikmennirnir fjórir væru meðal þeirra reyndustu í liði West Brom; Jonny Evans, Gareth Barry, Jake Livermore og Boaz Myhill. Félagið er með málið til rannsóknar. „Við ætlum að komast til botns í málinu. Þetta var ekki það sem við vildum. Þeir brutu reglur, það er óásættanlegt og þeir brugðust mér. Ég er augljóslega brjálaður," sagði Pardew. Hann lenti sjálfur í vandræðum í Barcelona þegar veski hans og síma var stolið.Barry og Evans voru til vandræða.vísir/afpBáðust afsökunar Leigubílaþjófarnir stigu fram á föstudaginn og sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á atvikinu. „Við viljum nýta tækifærið til að biðja liðsfélaga okkar, stjóra, félagið og sérstaklega stuðningsmennina afsökunar fyrir atvikið sem hafa fengið mikla og neikvæða athygli. Okkur fannst mikilvægt að stíga fram af virðingu við liðsfélaga okkar sem lægju annars undir grun," sagði í yfirlýsingu fjórmenninganna. Barry og Evans voru í byrjunarliðinu í bikarleiknum gegn Southampton á laugardaginn. Pardew tók hins vegar fyrirliðabandið af Evans. „Mér fannst ég þurfa að senda skilaboð vegna atburðanna," sagði Pardew. West Brom spilaði illa í fyrri hálfleiknum og var 0-1 undir að honum loknum. Lærisveinar Pardews spiluðu mun betur í seinni hálfleik en lentu 0-2 undir á 56. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Salomón Rondón muninn með fallegu marki en nær komst West Brom ekki og liðið er því fallið úr leik í bikarkeppninni.Situr í heitu sæti Eftir leikinn viðurkenndi Pardew að hann óttaðist um starf sitt. Liðinu hefur gengið hörmulega síðan hann tók við því af Tony Pulis í lok nóvember. West Brom hefur aðeins unnið einn af 13 deildarleikjum undir hans stjórn og bara unnið einn af síðustu 25 deildarleikjum sínum. West Brom var einu stigi frá fallsæti þegar Pardew tók við en er nú sjö stigum frá öruggu sæti. Og tíminn til að bjarga málunum er naumur. Það veikti líka stöðu Pardews mjög að Guochuan Lai, kínverskur eigandi West Brom, rak stjórnarformann og framkvæmdastjóra félagsins, John Williams og Martin Goodman, síðasta þriðjudag. Þeir réðu Pardew á sínum tíma og staða hans er því ekkert sérstaklega sterk. Og hann er meðvitaður um það. „Þetta eru góðir menn og ég er vonsvikinn ef ég á að segja eins og er. Þeir stóðu sig vel. Ef stjórnarformaðurinn og framkvæmdastjórinn eru látnir fara geturðu ekki verið öruggur með þína stöðu," sagði Pardew. West Brom hefur 11 leiki til að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni og redda tímabilinu. En miðað við gengi undanfarinna mánaða og ástandið hjá félaginu er afar ólíklegt að það takist.
Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira