Hafnfirðingar skilað helmingi lóða vegna íþyngjandi skilmála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Skarðshlíðarhverfið á að byggja upp á næstu árum. Það hefur nánast verið tilbúið til uppbyggingar í um áratug Vísir/eyþór „Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira