Þremur sjónvarpsstöðvum var lokað og tilræði við varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Raila Odinga, sem titlar sjálfan sig "forseta fólksins“. vísir/afp Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag. Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag.
Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00