Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 22:00 Trump er eindregið varaður við því að grípa til þeirra aðgerða sem Nixon greip til á sínum tíma. Vísir/Getty Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu. Washington Post greinir frá. Í yfirlýsingu þingmanna er vísað í hið svokallaða „Laugardagsfjöldamorð“ sem átti sér stað árið 1973 þegar þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, rak Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans. „Brottrekstur Rod Rosenstein, yfirmanna í dómsmálaráðuneytinu eða Bob Mueller, gæti leitt af sér stjórnarkreppu sem hefur ekki sést síðan í Laugardagsfjöldamorðinu,“ segir í yfirlýsingu demókrata.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsTrump er sagður vilja losna við Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en hann er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. skipaði hann Robert Mueller, sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins sem leiðir rannsóknina á því hvort framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Forsetinn heimilaði í dag birtingu umdeilds minnisblað sem Trump og repúblikanar segja að sýni fram á að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi misbeitt valdi sínu í tengslum við Rússarannsóknina. Eru þessar fullyrðingar þó mjög dregnar í efa af demókrötum, sem og embættismönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig:Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Telja embættismenn ekki ólíklegt að Trump muni nota minnisblað sem átyllu til að reka Rosenstein í von um að þar með verði bundinn endir á Rússarannsóknina. Endurtaki sagan sig og reki Trump Mueller eða Rosenstein er þó ekki víst að honum verði að ósk sinni. Aðeins tíu mánuðum eftir að Nixon lét reka Cox hafði hann sagt af sér embætti. Almenningur brást ókvæða við fregnunum og neyddist Nixon til þess að skipa nýjan sérstakan saksóknara, auk þess sem að þingið setti aukinn kraft í rannsókn á Watergate-málinu, sem á endanum leiddi til afsagnar Nixon. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu. Washington Post greinir frá. Í yfirlýsingu þingmanna er vísað í hið svokallaða „Laugardagsfjöldamorð“ sem átti sér stað árið 1973 þegar þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, rak Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans. „Brottrekstur Rod Rosenstein, yfirmanna í dómsmálaráðuneytinu eða Bob Mueller, gæti leitt af sér stjórnarkreppu sem hefur ekki sést síðan í Laugardagsfjöldamorðinu,“ segir í yfirlýsingu demókrata.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsTrump er sagður vilja losna við Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en hann er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. skipaði hann Robert Mueller, sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins sem leiðir rannsóknina á því hvort framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Forsetinn heimilaði í dag birtingu umdeilds minnisblað sem Trump og repúblikanar segja að sýni fram á að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi misbeitt valdi sínu í tengslum við Rússarannsóknina. Eru þessar fullyrðingar þó mjög dregnar í efa af demókrötum, sem og embættismönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig:Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Telja embættismenn ekki ólíklegt að Trump muni nota minnisblað sem átyllu til að reka Rosenstein í von um að þar með verði bundinn endir á Rússarannsóknina. Endurtaki sagan sig og reki Trump Mueller eða Rosenstein er þó ekki víst að honum verði að ósk sinni. Aðeins tíu mánuðum eftir að Nixon lét reka Cox hafði hann sagt af sér embætti. Almenningur brást ókvæða við fregnunum og neyddist Nixon til þess að skipa nýjan sérstakan saksóknara, auk þess sem að þingið setti aukinn kraft í rannsókn á Watergate-málinu, sem á endanum leiddi til afsagnar Nixon.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30