Enski boltinn

Stóri Sam um spilamennskuna í gær: Sorglegt að horfa á þetta

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stóri Sam þungur á brún yfir leiknum í gær.
Stóri Sam þungur á brún yfir leiknum í gær. Vísir/Getty
Sam Allardyce sagði að það hefði verið sorglegt að horfa upp á spilamennsku hans manna í 1-5 tapi gegn Arsenal í gær og að hann hafi fundið fyrir reiði út í leikmennina á meðan leik stóð.

Allardyce sagðist sjá veikleikamerki á varnarleik Arsenal í vikunni fyrir leikinn en lærisveinar hans lentu 0-4 undir í fyrri hálfleik og hann sagði að leikmenn hefðu ekki farið eftir skipunum.

Everton breytti í þriggja manna varnarlínu til að koma Eliaquim Mangala, nýjasta leikmanni liðsins, inn í hópinn en allir þrír miðverðir Everton voru gjörsamlega út á túni í fyrri hálfleik.

„Ég er mjög ósáttur með það að þeir fóru út á völlinn og fóru ekki eftir því sem við töluðum um. Við sáum Swansea loka vel á svæðin sem Arsenal vill nota í vikuni og við vildum byggja á því en það fór allt í súginn,“ sagði Stóri Sam og bætti við:

„Ég finn fyrir mikilli reiði, leikmennirnir sýna lítinn sem engan stöðugleika og það er að reynast mér erfitt að fá þá til að spila almennilega í hverri viku. Spilamennskan í fyrri hálfleik var einfaldlega sorgleg.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×