Umferðarlagabrot gæti skekið dómskerfið á ný Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2018 08:00 Jón Kristinsson bauð íslenska dómskerfinu byrginn um miðjan níunda áratuginn. Í kjölfarið voru gerðar breytingar á réttarfarslöggjöfinni. Fréttablaðið/Gk Enda þótt umferðarlagabrot teljist alla jafna ekki til stórtíðinda, sýnir sagan að þau geti, ekki síður en stóru málin, orðið dómskerfinu skeinuhætt. Munnlegur málflutningur verður í Landsrétti í dag um kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir dómari víki sæti vegna vanhæfis í máli manns sem sakfelldur var fyrir umferðarlagabrot í héraði og áfrýjað hefur verið til dómsins. Arnfríður er einn fjögurra dómara við réttinn sem skipaðir voru af ráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd taldi hæfasta. Í ljósi nýlegra dómafordæma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þess efnis að ólögmæt skipun dómara geti brotið í bága við 6. gr. Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki loku fyrir það skotið að málið eigi fullt erindi til Strassborgar rétt eins og mál Jóns Kristinssonar forðum.Dómarinn ekki hlutlaus Árið 1985 var Jón Kristinsson dæmdur í héraði fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót á Akureyri, en hann hafði neitað að fallast á sáttarboð um greiðslu sektar. Jón fór með málið fyrir Hæstarétt og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur á þeim grundvelli að málið hefði ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, þar eð sami maður hefði haft afskipti af málinu bæði við rannsókn þess sem lögreglustjóri og svo sem dómari. Vildi Jón meina að þessi skipan stríddi gegn þeirri reglu að menn skuli dæmdir af óvilhöllum dómstól. Hæstiréttur varð ekki við kröfum Jóns og sakfelldi hann fyrir umferðarlagabrotið. Refsingin var samkvæmt dómsorði, 3.000 króna sekt. Jón fór með málið til Strassborgar á þeim grundvelli að íslensk dómstólaskipan bryti í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Málinu lauk með sáttargerð Jóns og íslenska ríkisins en í kjölfar sáttarinnar var allri dómstólaskipan í héraði breytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði auk gagngerrar breytingar á réttarfarslöggjöf landsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og hvorki gefa upp hvort hann myndi kæra til Hæstaréttar, hafni Landsréttur kröfunni um að Arnfríður víki sæti, né svara því hvort fyrir honum vaki að fara með málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann lét þess þó getið í samtali við blaðamann að „í upphafi skyldi endinn skoða“. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Enda þótt umferðarlagabrot teljist alla jafna ekki til stórtíðinda, sýnir sagan að þau geti, ekki síður en stóru málin, orðið dómskerfinu skeinuhætt. Munnlegur málflutningur verður í Landsrétti í dag um kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir dómari víki sæti vegna vanhæfis í máli manns sem sakfelldur var fyrir umferðarlagabrot í héraði og áfrýjað hefur verið til dómsins. Arnfríður er einn fjögurra dómara við réttinn sem skipaðir voru af ráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd taldi hæfasta. Í ljósi nýlegra dómafordæma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þess efnis að ólögmæt skipun dómara geti brotið í bága við 6. gr. Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki loku fyrir það skotið að málið eigi fullt erindi til Strassborgar rétt eins og mál Jóns Kristinssonar forðum.Dómarinn ekki hlutlaus Árið 1985 var Jón Kristinsson dæmdur í héraði fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót á Akureyri, en hann hafði neitað að fallast á sáttarboð um greiðslu sektar. Jón fór með málið fyrir Hæstarétt og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur á þeim grundvelli að málið hefði ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, þar eð sami maður hefði haft afskipti af málinu bæði við rannsókn þess sem lögreglustjóri og svo sem dómari. Vildi Jón meina að þessi skipan stríddi gegn þeirri reglu að menn skuli dæmdir af óvilhöllum dómstól. Hæstiréttur varð ekki við kröfum Jóns og sakfelldi hann fyrir umferðarlagabrotið. Refsingin var samkvæmt dómsorði, 3.000 króna sekt. Jón fór með málið til Strassborgar á þeim grundvelli að íslensk dómstólaskipan bryti í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Málinu lauk með sáttargerð Jóns og íslenska ríkisins en í kjölfar sáttarinnar var allri dómstólaskipan í héraði breytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði auk gagngerrar breytingar á réttarfarslöggjöf landsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og hvorki gefa upp hvort hann myndi kæra til Hæstaréttar, hafni Landsréttur kröfunni um að Arnfríður víki sæti, né svara því hvort fyrir honum vaki að fara með málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann lét þess þó getið í samtali við blaðamann að „í upphafi skyldi endinn skoða“.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03