Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 12:19 Schumer (t.v.) og McConnell (t.h.) lýsa samkomulaginu sem vísi að þverpólitískri samstöðu sem hefur verið af skornum skammti á Bandaríkjaþingi síðustu árin. Vísir/AFP Útgöld ríkissjóðs Bandaríkjanna aukast um 500 milljarða dollar næstu tvö árin samkvæmt samkomulagi sem leiðtogar repúblikana og demókrata hafa náð á Bandaríkjaþingi. Harðlínumenn úr röðum repúblikana finna samkomulaginu hins vegar flest til foráttu. Frestur til að samþykkja áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á miðnætti. Bandaríkjaþing hefur undanfarna mánuði ítrekað samþykkt bráðabirgðaráðstafanir til að halda rekstri þeirra gangandi eftir að þingheimi tókst ekki að ná samstöðu um fjárlög áður en síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Samkomulagið sem leiðtogar flokkanna tveggja hafa náð myndi binda enda á skammtímalausnir af því tagi í bili. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að fallast á skammtímafrumvarp til að reyna að knýja á um lausn fyrir innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra og lýkur henni í byrjun mars. Um nokkurn viðsnúning er að ræða af hálfu repúblikana sem hafa varið síðasta áratugnum í að tala fyrir ráðdeild í ríkisrekstri. Frumvarpið nú myndi auka enn á fjárlagahalla ríkissjóðs Bandaríkjanna.„Nei, fjandinn hafi það“ Kveðið er á um stóraukin framlög til hermála sem Trump og repúblikanar hafa sóst eftir. Samkomulagið felur hins vegar einnig í sér aukin útgjöld til ýmissa málaflokka heima fyrir sem demókratar hafa krafist. Washington Post segir að samkomulagið njóti stuðnings Trump. Búist er við því að öldungadeildin greiði fyrst atkvæði um frumvarp þessa efnis síðdegis eða snemmkveldis. Fulltrúadeildin hefði þá aðeins örfáar klukkustundir til að afgreiða frumvarpið áður en fresturinn rennur út á miðnætti. Meirihluti er talinn fyrir frumvarpinu í öldungadeildinni en málið vandast þegar kemur að fulltrúadeildinni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þar eru fyrir á fleti harðlínumenn innan raða repúblikana sem eru andsnúnir auknum ríkisútgjöldum og vaxandi fjárlagahalla ríkisins. Repúblikanar hafa þegar bætt við fjárlagahallann með umfangsmiklum skattabreytingum sem þeir samþykktu í desember. Frumvarpið nú myndi auka enn á hallann og lýsa sumir repúblikanar því sem „skrímsli“. „Ég kýs ekki bara nei, ég kýs nei, fjandinn hafi það,“ segir Mo Brooks, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og félagi í svonefndum Frelsisþingflokki. Það er hópur um þrjátíu þingmanna í fulltrúadeildinni sem hefur gjarnan reynst forystu flokksins erfiður ljár í þúfu undanfarin ár.Pelosi las upp sögur innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í maraþonræðu á Bandaríkjaþingi í gær.Vísir/AFPFrjálslyndir demókratar einnig með böggum hildar Það eru þó ekki aðeins repúblikanar í fulltrúadeildinni sem eru ósáttir við samkomulagið. Sumir frjálslyndir demókratar hafa einnig lýst óánægju sinni með að forysta þeirra hafi fallið frá því að gera lausn fyrir skjólstæðinga DACA að skilyrði fyrir samþykkt fjárlaga. Þannig setti Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni líklega met, þegar hún hélt átta klukkustunda langa ræðu um innflytjendamál í þingsal í gær. Þar hét hún því að fella fjárlagafrumvarp sem fæli ekki í sér vernd fyrir skjólstæðinga DACA. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, féllst á að samþykkja bráðabirgðafjárlög í síðasta mánuði eftir þriggja daga lokun alríkisstofnana gegn loforði frá Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana, um að hann myndi láta greiða atkvæði um frumvarp um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga. Bandaríkin Tengdar fréttir Sló met með átta klukkutíma ræðu Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. 7. febrúar 2018 23:43 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Á meðan Trump forseti hótar lokun alríkisstjórnarinnar vinna leiðtogar flokkanna saman á bak við tjöldin að samkomulagi um lengri tíma lausn á fjárlögum ríkisins. 7. febrúar 2018 13:15 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Útgöld ríkissjóðs Bandaríkjanna aukast um 500 milljarða dollar næstu tvö árin samkvæmt samkomulagi sem leiðtogar repúblikana og demókrata hafa náð á Bandaríkjaþingi. Harðlínumenn úr röðum repúblikana finna samkomulaginu hins vegar flest til foráttu. Frestur til að samþykkja áframhaldandi framlög til alríkisstofnana rennur út á miðnætti. Bandaríkjaþing hefur undanfarna mánuði ítrekað samþykkt bráðabirgðaráðstafanir til að halda rekstri þeirra gangandi eftir að þingheimi tókst ekki að ná samstöðu um fjárlög áður en síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Samkomulagið sem leiðtogar flokkanna tveggja hafa náð myndi binda enda á skammtímalausnir af því tagi í bili. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að fallast á skammtímafrumvarp til að reyna að knýja á um lausn fyrir innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Donald Trump forseti batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra og lýkur henni í byrjun mars. Um nokkurn viðsnúning er að ræða af hálfu repúblikana sem hafa varið síðasta áratugnum í að tala fyrir ráðdeild í ríkisrekstri. Frumvarpið nú myndi auka enn á fjárlagahalla ríkissjóðs Bandaríkjanna.„Nei, fjandinn hafi það“ Kveðið er á um stóraukin framlög til hermála sem Trump og repúblikanar hafa sóst eftir. Samkomulagið felur hins vegar einnig í sér aukin útgjöld til ýmissa málaflokka heima fyrir sem demókratar hafa krafist. Washington Post segir að samkomulagið njóti stuðnings Trump. Búist er við því að öldungadeildin greiði fyrst atkvæði um frumvarp þessa efnis síðdegis eða snemmkveldis. Fulltrúadeildin hefði þá aðeins örfáar klukkustundir til að afgreiða frumvarpið áður en fresturinn rennur út á miðnætti. Meirihluti er talinn fyrir frumvarpinu í öldungadeildinni en málið vandast þegar kemur að fulltrúadeildinni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þar eru fyrir á fleti harðlínumenn innan raða repúblikana sem eru andsnúnir auknum ríkisútgjöldum og vaxandi fjárlagahalla ríkisins. Repúblikanar hafa þegar bætt við fjárlagahallann með umfangsmiklum skattabreytingum sem þeir samþykktu í desember. Frumvarpið nú myndi auka enn á hallann og lýsa sumir repúblikanar því sem „skrímsli“. „Ég kýs ekki bara nei, ég kýs nei, fjandinn hafi það,“ segir Mo Brooks, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og félagi í svonefndum Frelsisþingflokki. Það er hópur um þrjátíu þingmanna í fulltrúadeildinni sem hefur gjarnan reynst forystu flokksins erfiður ljár í þúfu undanfarin ár.Pelosi las upp sögur innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í maraþonræðu á Bandaríkjaþingi í gær.Vísir/AFPFrjálslyndir demókratar einnig með böggum hildar Það eru þó ekki aðeins repúblikanar í fulltrúadeildinni sem eru ósáttir við samkomulagið. Sumir frjálslyndir demókratar hafa einnig lýst óánægju sinni með að forysta þeirra hafi fallið frá því að gera lausn fyrir skjólstæðinga DACA að skilyrði fyrir samþykkt fjárlaga. Þannig setti Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni líklega met, þegar hún hélt átta klukkustunda langa ræðu um innflytjendamál í þingsal í gær. Þar hét hún því að fella fjárlagafrumvarp sem fæli ekki í sér vernd fyrir skjólstæðinga DACA. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, féllst á að samþykkja bráðabirgðafjárlög í síðasta mánuði eftir þriggja daga lokun alríkisstofnana gegn loforði frá Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana, um að hann myndi láta greiða atkvæði um frumvarp um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sló met með átta klukkutíma ræðu Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. 7. febrúar 2018 23:43 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Á meðan Trump forseti hótar lokun alríkisstjórnarinnar vinna leiðtogar flokkanna saman á bak við tjöldin að samkomulagi um lengri tíma lausn á fjárlögum ríkisins. 7. febrúar 2018 13:15 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Sló met með átta klukkutíma ræðu Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings setti í dag ræðumet með rúmlega átta klukkutíma langri ræðu sinni þar sem hún mótmælti samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. 7. febrúar 2018 23:43
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36
Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Á meðan Trump forseti hótar lokun alríkisstjórnarinnar vinna leiðtogar flokkanna saman á bak við tjöldin að samkomulagi um lengri tíma lausn á fjárlögum ríkisins. 7. febrúar 2018 13:15
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29