Netverjar prjóna fyrir forsætisráðherrann Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:33 Jacinda Ardern er yngsti forsætisráðherra í sögu Nýja-Sjálands, 37 ára. Ný-sjálensk hannyrðakona hratt af stað prjónabylgju um víða veröld eftir að fregnir bárust af þungun forsætisráðherrans Jacindu Ardern. Ardern tilkynnti í síðustu viku að hún og eiginmaður hennar ættu von á fyrsta barni sínu í júní næstkomandi. Hún naut gríðarlegra vinsælda í aðdraganda kosninganna undir lok síðasta árs þannig að talað var um Jacindu-æði í Nýja-Sjálandi.Tíðindi vöktu gríðarlega athygli, sem og lukku í heimalandinu Nýja-Sjálandi, og lét hin fingrafima Heather McCracken sig málið varða. Á Twitter-síðu sinni tjáði hún netheimi að hana langaði að prjóna fyrir barn forsætisráðherrans - en gefa flíkurnar síðan til góðagerðamála. Hún hafi hugsað með sér: „barnið hennar mun eflaust fá fullt af fínum hlutum á meðan önnur börn þurfa á hlýjum fötum að halda þegar þau yfirgefa fæðingardeildina,“ skrifaði McCracken í færslu sinni. Með færslunni deildi hún mynd af húfu sem hún merkti með myllumerkinu #knitforjacinda, eða #prjónaðfyrirjacindu.So I woke up this morning feeling like 'I want to knit for Jacinda's pēpi WHO'S WITH ME'But then I thought her baby will prob get loads of lovely things, and many other bubs are in need of warm clothes and hats and booties to go home from hospital.— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 19, 2018 Also I finished my first hat #knitforjacinda pic.twitter.com/Te9ZiABFNI— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 23, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjölmargir netverjar lýstu yfir þátttöku í prjónaherferðinni. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir McCracken að hana hafi ekki grunað að uppátæki hennar myndi vekja slíka athygli. „Mér þótti bara svo gaman að heyra fréttir af þunguninni og mig langaði að búa til litla gjöf,“ segir McCracken og bætir við að ekki hafi liðið á löngu áður en hún vildi heldur gefa hana einhverjum sem hefði fyrir gjöfina meiri þörf.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinuÞað eru þó ekki bara Ný-sjálendingar sem taka þátt í herferðinni, borist hafa skeyti með fyrirspurnum hvaðanæva að, til að mynda frá grannríkinu Ástralíu.Are Australians allowed to get involved? #knitforJacinda https://t.co/3va0QMwfco— Aoife Clifford (@aoifejclifford) January 24, 2018 Áhugasamir hafa verið hvattir til að senda handverkið á barnadeild Middlemore-spítalans í Auckland. Forsætisráðherrann hefur ekki gefið upp kyn barnsins og segir hún það vera vegna þess að hún vill ekki drukkna í fötum sem ætluð eru sérstaklega einhverju kyni. Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Ný-sjálensk hannyrðakona hratt af stað prjónabylgju um víða veröld eftir að fregnir bárust af þungun forsætisráðherrans Jacindu Ardern. Ardern tilkynnti í síðustu viku að hún og eiginmaður hennar ættu von á fyrsta barni sínu í júní næstkomandi. Hún naut gríðarlegra vinsælda í aðdraganda kosninganna undir lok síðasta árs þannig að talað var um Jacindu-æði í Nýja-Sjálandi.Tíðindi vöktu gríðarlega athygli, sem og lukku í heimalandinu Nýja-Sjálandi, og lét hin fingrafima Heather McCracken sig málið varða. Á Twitter-síðu sinni tjáði hún netheimi að hana langaði að prjóna fyrir barn forsætisráðherrans - en gefa flíkurnar síðan til góðagerðamála. Hún hafi hugsað með sér: „barnið hennar mun eflaust fá fullt af fínum hlutum á meðan önnur börn þurfa á hlýjum fötum að halda þegar þau yfirgefa fæðingardeildina,“ skrifaði McCracken í færslu sinni. Með færslunni deildi hún mynd af húfu sem hún merkti með myllumerkinu #knitforjacinda, eða #prjónaðfyrirjacindu.So I woke up this morning feeling like 'I want to knit for Jacinda's pēpi WHO'S WITH ME'But then I thought her baby will prob get loads of lovely things, and many other bubs are in need of warm clothes and hats and booties to go home from hospital.— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 19, 2018 Also I finished my first hat #knitforjacinda pic.twitter.com/Te9ZiABFNI— Heather McCracken (@HeatherKMcC) January 23, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fjölmargir netverjar lýstu yfir þátttöku í prjónaherferðinni. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir McCracken að hana hafi ekki grunað að uppátæki hennar myndi vekja slíka athygli. „Mér þótti bara svo gaman að heyra fréttir af þunguninni og mig langaði að búa til litla gjöf,“ segir McCracken og bætir við að ekki hafi liðið á löngu áður en hún vildi heldur gefa hana einhverjum sem hefði fyrir gjöfina meiri þörf.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinuÞað eru þó ekki bara Ný-sjálendingar sem taka þátt í herferðinni, borist hafa skeyti með fyrirspurnum hvaðanæva að, til að mynda frá grannríkinu Ástralíu.Are Australians allowed to get involved? #knitforJacinda https://t.co/3va0QMwfco— Aoife Clifford (@aoifejclifford) January 24, 2018 Áhugasamir hafa verið hvattir til að senda handverkið á barnadeild Middlemore-spítalans í Auckland. Forsætisráðherrann hefur ekki gefið upp kyn barnsins og segir hún það vera vegna þess að hún vill ekki drukkna í fötum sem ætluð eru sérstaklega einhverju kyni.
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00
Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37