Grínaðist með heimilsofbeldi en fær ekki kæru | Sambandið vissi af tístunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 13:30 Phil Neville heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. vísir/getty Enska knattspyrnusambandið gaf það út í gærkvöldi að Phil Neville, sem það réð sem landsliðsþjálfara kvenna í fyrradag, verður ekki ákærður fyrir gömul tíst af Twitter sem voru dregin upp sama dag og hann var ráðinn. Ráðning Neville var nógu umdeild áður en tístin voru grafin upp þar sem þessi fyrrverandi Englandsmeistari með Manchester United hefur aldrei áður starfað sem aðalþjálfari og var ráðinn sem landsliðsþjálfari án þess að sækja um þegar að hæfara fólk beið í röðum eftir því að fá starfið. Ekki hjálpaði svo til að tíst eins og þetta frá 2011: „Kominn aftur, vel slakur - var að berja konuna og líður miklu betur núna,“ var grafið upp sama dag og hann var ráðinn. Samtökin Kick it Out sendu bréf á enska knattspyrnusambandið í gær þar sem þau kröfðust aðgerða en forsvarsmenn sambandsins svöruðu í gærkvöldi og sögðust ekkert ætla að aðhafast í málinu. Neville mun aðeins fá fræðslu um það hvernig skal haga sér sem starfsmaður enska sambandsins. Þetta aðgerðarleysi kemur ekki á óvart sé tekið mið af grein sem birtist á The Guardian í gærkvöldi en þar er fullyrt að fólkið sem réði Neville til starfa sem landsliðsþjálfara kvennaliðsins vissi af því að hann var að grínast með heimilisofbeldi og fleira í þeim dúr á Twitter á sínum tíma. Gagnrýnin í garð enska sambandsins er svakaleg þessa dagana enda var forveri Neville, Mark Sampson, látinn fara vegna eineltis og kynþáttaníðs í garð leikmanns liðsins. Ekki var tekið á því fyrr en sein og um síðir. Phil Neville baðst afsökunar á tístunum í gær, sagði þau ekki vera í takt við sinn karakter. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hefur aldrei þjálfað, sótti ekki um starfið og grínaðist með að berja konur Nýr þjálfari enska kvennalandsliðsins þarf að svara fyrir ýmislegt á fyrsta blaðamannafundinum. 24. janúar 2018 08:30 Neville biðst afsökunar á umdeildum tístum Hinn nýráðni þjálfari enska kvennalandsliðsins, Phil Neville, steig fram í dag og baðst afsökunar á niðrandi tístum um konur. 24. janúar 2018 13:07 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið gaf það út í gærkvöldi að Phil Neville, sem það réð sem landsliðsþjálfara kvenna í fyrradag, verður ekki ákærður fyrir gömul tíst af Twitter sem voru dregin upp sama dag og hann var ráðinn. Ráðning Neville var nógu umdeild áður en tístin voru grafin upp þar sem þessi fyrrverandi Englandsmeistari með Manchester United hefur aldrei áður starfað sem aðalþjálfari og var ráðinn sem landsliðsþjálfari án þess að sækja um þegar að hæfara fólk beið í röðum eftir því að fá starfið. Ekki hjálpaði svo til að tíst eins og þetta frá 2011: „Kominn aftur, vel slakur - var að berja konuna og líður miklu betur núna,“ var grafið upp sama dag og hann var ráðinn. Samtökin Kick it Out sendu bréf á enska knattspyrnusambandið í gær þar sem þau kröfðust aðgerða en forsvarsmenn sambandsins svöruðu í gærkvöldi og sögðust ekkert ætla að aðhafast í málinu. Neville mun aðeins fá fræðslu um það hvernig skal haga sér sem starfsmaður enska sambandsins. Þetta aðgerðarleysi kemur ekki á óvart sé tekið mið af grein sem birtist á The Guardian í gærkvöldi en þar er fullyrt að fólkið sem réði Neville til starfa sem landsliðsþjálfara kvennaliðsins vissi af því að hann var að grínast með heimilisofbeldi og fleira í þeim dúr á Twitter á sínum tíma. Gagnrýnin í garð enska sambandsins er svakaleg þessa dagana enda var forveri Neville, Mark Sampson, látinn fara vegna eineltis og kynþáttaníðs í garð leikmanns liðsins. Ekki var tekið á því fyrr en sein og um síðir. Phil Neville baðst afsökunar á tístunum í gær, sagði þau ekki vera í takt við sinn karakter.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hefur aldrei þjálfað, sótti ekki um starfið og grínaðist með að berja konur Nýr þjálfari enska kvennalandsliðsins þarf að svara fyrir ýmislegt á fyrsta blaðamannafundinum. 24. janúar 2018 08:30 Neville biðst afsökunar á umdeildum tístum Hinn nýráðni þjálfari enska kvennalandsliðsins, Phil Neville, steig fram í dag og baðst afsökunar á niðrandi tístum um konur. 24. janúar 2018 13:07 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Neville hefur aldrei þjálfað, sótti ekki um starfið og grínaðist með að berja konur Nýr þjálfari enska kvennalandsliðsins þarf að svara fyrir ýmislegt á fyrsta blaðamannafundinum. 24. janúar 2018 08:30
Neville biðst afsökunar á umdeildum tístum Hinn nýráðni þjálfari enska kvennalandsliðsins, Phil Neville, steig fram í dag og baðst afsökunar á niðrandi tístum um konur. 24. janúar 2018 13:07