Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2018 21:30 Robert Mueller, sérstakur saksóknari. Vísir/EPA Þingmenn Demókrataflokksins vilja að þingið komi í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti vikið Robert Mueller, sérstökum saksóknara, úr starfi sínu og bundið enda á Rússarannsóknina svokölluðu. Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. Lögmenn og ráðgjafar Trump komu í veg fyrir að hann gerði það. Æðsti lögmaður Hvíta hússins hótaði að segja starfi sínu lausu ef það skref yrði tekið.Sjá einnig: Trump ætlaði að reka MuellerÞrátt fyrir áköll Demókrata og eins Repúblikana hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins þó lítinn áhuga að binda hendur Trump. Samkvæmt frétt Washington Post segja þeir að hótanir forsetans hafi verið einangraðar og séu í fortíðinni. Ekkert tilefni sé til aðgerða.Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að ef fregnirnar séu réttar sýni þær fram á að forsetinn hafi hlustað á góð ráð frá ráðgjöfum sínum. „Miðað við yfirlýsingar hans síðustu vikurnar eru hann og lögmenn hans að starfa með Mueller,“ sagði Grassley og vísaði þar til Trump.Demókratar eru þó ekki sammála og saka Repúblikana um að taka þátt í tilraunum til þess að grafa undan trúverðugleika Mueller og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þær árásir hafa færst verulega í aukana að undanförnu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar„Repúblikanar hafa sagt okkur í marga mánuði að það komi ekki til greina að Trump myndi reka Mueller og því þyrftum við ekki að koma hlífðarskildi yfir sérstaka saksóknarann. Hver er afsökunin þeirra núna?“ sagði aðstoðarmaður öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins við Politco. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins vilja að þingið komi í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti vikið Robert Mueller, sérstökum saksóknara, úr starfi sínu og bundið enda á Rússarannsóknina svokölluðu. Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. Lögmenn og ráðgjafar Trump komu í veg fyrir að hann gerði það. Æðsti lögmaður Hvíta hússins hótaði að segja starfi sínu lausu ef það skref yrði tekið.Sjá einnig: Trump ætlaði að reka MuellerÞrátt fyrir áköll Demókrata og eins Repúblikana hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins þó lítinn áhuga að binda hendur Trump. Samkvæmt frétt Washington Post segja þeir að hótanir forsetans hafi verið einangraðar og séu í fortíðinni. Ekkert tilefni sé til aðgerða.Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að ef fregnirnar séu réttar sýni þær fram á að forsetinn hafi hlustað á góð ráð frá ráðgjöfum sínum. „Miðað við yfirlýsingar hans síðustu vikurnar eru hann og lögmenn hans að starfa með Mueller,“ sagði Grassley og vísaði þar til Trump.Demókratar eru þó ekki sammála og saka Repúblikana um að taka þátt í tilraunum til þess að grafa undan trúverðugleika Mueller og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þær árásir hafa færst verulega í aukana að undanförnu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar„Repúblikanar hafa sagt okkur í marga mánuði að það komi ekki til greina að Trump myndi reka Mueller og því þyrftum við ekki að koma hlífðarskildi yfir sérstaka saksóknarann. Hver er afsökunin þeirra núna?“ sagði aðstoðarmaður öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins við Politco.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12