Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2018 21:30 Robert Mueller, sérstakur saksóknari. Vísir/EPA Þingmenn Demókrataflokksins vilja að þingið komi í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti vikið Robert Mueller, sérstökum saksóknara, úr starfi sínu og bundið enda á Rússarannsóknina svokölluðu. Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. Lögmenn og ráðgjafar Trump komu í veg fyrir að hann gerði það. Æðsti lögmaður Hvíta hússins hótaði að segja starfi sínu lausu ef það skref yrði tekið.Sjá einnig: Trump ætlaði að reka MuellerÞrátt fyrir áköll Demókrata og eins Repúblikana hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins þó lítinn áhuga að binda hendur Trump. Samkvæmt frétt Washington Post segja þeir að hótanir forsetans hafi verið einangraðar og séu í fortíðinni. Ekkert tilefni sé til aðgerða.Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að ef fregnirnar séu réttar sýni þær fram á að forsetinn hafi hlustað á góð ráð frá ráðgjöfum sínum. „Miðað við yfirlýsingar hans síðustu vikurnar eru hann og lögmenn hans að starfa með Mueller,“ sagði Grassley og vísaði þar til Trump.Demókratar eru þó ekki sammála og saka Repúblikana um að taka þátt í tilraunum til þess að grafa undan trúverðugleika Mueller og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þær árásir hafa færst verulega í aukana að undanförnu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar„Repúblikanar hafa sagt okkur í marga mánuði að það komi ekki til greina að Trump myndi reka Mueller og því þyrftum við ekki að koma hlífðarskildi yfir sérstaka saksóknarann. Hver er afsökunin þeirra núna?“ sagði aðstoðarmaður öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins við Politco. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins vilja að þingið komi í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti vikið Robert Mueller, sérstökum saksóknara, úr starfi sínu og bundið enda á Rússarannsóknina svokölluðu. Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. Lögmenn og ráðgjafar Trump komu í veg fyrir að hann gerði það. Æðsti lögmaður Hvíta hússins hótaði að segja starfi sínu lausu ef það skref yrði tekið.Sjá einnig: Trump ætlaði að reka MuellerÞrátt fyrir áköll Demókrata og eins Repúblikana hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins þó lítinn áhuga að binda hendur Trump. Samkvæmt frétt Washington Post segja þeir að hótanir forsetans hafi verið einangraðar og séu í fortíðinni. Ekkert tilefni sé til aðgerða.Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að ef fregnirnar séu réttar sýni þær fram á að forsetinn hafi hlustað á góð ráð frá ráðgjöfum sínum. „Miðað við yfirlýsingar hans síðustu vikurnar eru hann og lögmenn hans að starfa með Mueller,“ sagði Grassley og vísaði þar til Trump.Demókratar eru þó ekki sammála og saka Repúblikana um að taka þátt í tilraunum til þess að grafa undan trúverðugleika Mueller og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þær árásir hafa færst verulega í aukana að undanförnu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar„Repúblikanar hafa sagt okkur í marga mánuði að það komi ekki til greina að Trump myndi reka Mueller og því þyrftum við ekki að koma hlífðarskildi yfir sérstaka saksóknarann. Hver er afsökunin þeirra núna?“ sagði aðstoðarmaður öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins við Politco.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12