Erlent

Gospel-söngvarinn Edwin Hawkins látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Edwin Hawkins var frumkvöðull á sínu sviði.
Edwin Hawkins var frumkvöðull á sínu sviði. Vísir/Getty
Bandaríski gospelsöngvarinn Edwin Hawkins er látinn, 74 ára að aldri. Hann andaðist á heimili sínu í Kaliforníu eftir að hafa glímt við krabbamein í briskirtli.

Hawkins var frumkvöðull innan gospeltónlistarinnar þar sem hann söng sálma í dægurlagastíl. Hann er þekktastur fyrir lagið Oh Happy Day sem kom út árið 1969.

Árið 1970 söng hann og hljómsveit hans með söngkonunni Melanie lagið hit Lay Down (Candles in the Rain) sem naut mikilla vinsælda.

Hawkins vann til Grammy-verðlauna fyrir lagið Oh Happy Day og áttu fjölmargir tónlistarmenn eftir að gera ábreiður af laginu, meðal annars Aretha Franklin og Elvis Presley.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.