Rútur festust þvert á veginum á Mosfellsheiði og Ísafjörður einangraður Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2018 20:38 Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar. Veður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar.
Veður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira