Rútur festust þvert á veginum á Mosfellsheiði og Ísafjörður einangraður Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2018 20:38 Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar. Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar.
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira