Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2018 12:44 Svona lítur vinningstillagan út sem viljayfirlýsingin er grundvölluð á. Mynd/Kanon arkitektar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands í samvinnu við Reiti fasteignafélag efndu á síðasta ári til hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust. Keppendur í hugmyndasamkeppninni voru sérstaklega beðnir um að leggja fram framsæknar skipulagshugmyndir fyrir reitinn með sérstakri áherslu á góða nýtingu svæðisins ásamt fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi sem verði eftirsóknarvert til búsetu og starfa. Í samkeppninni afmarkaðist Kringlusvæðið af Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Listabraut og eystri hluta þeirrar götu sem liggur í „U“ um svæðið út frá Listabraut og ber sama nafn og verslunarmiðstöðin Kringlan.Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita og Dagur B. Eggertsson undirrituðu viljayfirlýsinguna í Borgarleikhúsinu í dag.Vísir/AntonHúshæðir í vinningstillögunni eru að jafnaði fimm til sjö, en hærri byggingar rísa upp úr randbyggðinni á nokkrum stöðum og kallast á við Hús verslunarinnar og önnur hærri hús sem eru fyrir á svæðinu. Athygli vekur að vinningstillagan gerir ráð fyrir Parísarhjóli en aðspurður að því hvort að það myndi líta dagsins ljós sagði Guðjón að það yrði koma í ljós. Bætti Dagur þá við að ef svo yrði myndi það í það minnsta verða kallað Reykjavíkurhjól, en ekki Parísarhjól.Í umsögn dómnefndar segir að tillagan feli í sér sveigjanlega landnotkun og möguleika á hentugri áfangaskiptingu. Styrkur hennar felist meðal annars í einfaldleika og gæðum þrautreynds fyrirkomulags borgargatna og húsa. Reiknað er með að við deiliskipulagsvinnu verðir þó einnig litið hugmynda sem komi fram í öðrum tillögum sem sendar voru inn í samkeppnina. Myndaður verður starfshópur meðfulltrúum Reita, skipulagsfulltrúa og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til að vinna að verkefninu og verkstýra vinnu við gerð ramma- og deiliskipulagsáætlana sem unnar verða í beinu framhaldi af hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið sem haldin var í fyrra. Samhliða verður komið á fót vinnuhóp sem mun vinna hið eiginlega rammaskipulag og verður hann skipaður fulltrúum Kanon arkitekta, vinningshafa í hugmyndasamkeppninni um skipulag svæðisins, fulltrúa frá THG arkitektum, fulltrúa skipulagsfulltrúa, tæknilegum ráðgjöfum, Reitum og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að drög að rammaskipulagi liggi fyrir um mitt ár 2018 og að fyrsti deiliskipulagsáfangi verði auglýstur til kynningar fyrir árslok 2018.Parísarhjólið er fyrirferðarmikil.Mynd/Kanon arkitekt Skipulag Tengdar fréttir Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust í samkeppni um skipulag á Kringlureit. 8. nóvember 2017 23:37 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands í samvinnu við Reiti fasteignafélag efndu á síðasta ári til hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust. Keppendur í hugmyndasamkeppninni voru sérstaklega beðnir um að leggja fram framsæknar skipulagshugmyndir fyrir reitinn með sérstakri áherslu á góða nýtingu svæðisins ásamt fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi sem verði eftirsóknarvert til búsetu og starfa. Í samkeppninni afmarkaðist Kringlusvæðið af Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Listabraut og eystri hluta þeirrar götu sem liggur í „U“ um svæðið út frá Listabraut og ber sama nafn og verslunarmiðstöðin Kringlan.Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita og Dagur B. Eggertsson undirrituðu viljayfirlýsinguna í Borgarleikhúsinu í dag.Vísir/AntonHúshæðir í vinningstillögunni eru að jafnaði fimm til sjö, en hærri byggingar rísa upp úr randbyggðinni á nokkrum stöðum og kallast á við Hús verslunarinnar og önnur hærri hús sem eru fyrir á svæðinu. Athygli vekur að vinningstillagan gerir ráð fyrir Parísarhjóli en aðspurður að því hvort að það myndi líta dagsins ljós sagði Guðjón að það yrði koma í ljós. Bætti Dagur þá við að ef svo yrði myndi það í það minnsta verða kallað Reykjavíkurhjól, en ekki Parísarhjól.Í umsögn dómnefndar segir að tillagan feli í sér sveigjanlega landnotkun og möguleika á hentugri áfangaskiptingu. Styrkur hennar felist meðal annars í einfaldleika og gæðum þrautreynds fyrirkomulags borgargatna og húsa. Reiknað er með að við deiliskipulagsvinnu verðir þó einnig litið hugmynda sem komi fram í öðrum tillögum sem sendar voru inn í samkeppnina. Myndaður verður starfshópur meðfulltrúum Reita, skipulagsfulltrúa og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til að vinna að verkefninu og verkstýra vinnu við gerð ramma- og deiliskipulagsáætlana sem unnar verða í beinu framhaldi af hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið sem haldin var í fyrra. Samhliða verður komið á fót vinnuhóp sem mun vinna hið eiginlega rammaskipulag og verður hann skipaður fulltrúum Kanon arkitekta, vinningshafa í hugmyndasamkeppninni um skipulag svæðisins, fulltrúa frá THG arkitektum, fulltrúa skipulagsfulltrúa, tæknilegum ráðgjöfum, Reitum og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að drög að rammaskipulagi liggi fyrir um mitt ár 2018 og að fyrsti deiliskipulagsáfangi verði auglýstur til kynningar fyrir árslok 2018.Parísarhjólið er fyrirferðarmikil.Mynd/Kanon arkitekt
Skipulag Tengdar fréttir Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust í samkeppni um skipulag á Kringlureit. 8. nóvember 2017 23:37 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust í samkeppni um skipulag á Kringlureit. 8. nóvember 2017 23:37