Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2018 18:45 Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira