Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2018 18:45 Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira