Þeir bláklæddu voru ekki lengi að tvöfalda forystuna, þó það hafi verið með hjálp Watford manna því Christian Kabasele skoraði sjálfsmark á 13. mínútu þegar hann reyndi að hreinsa fyrirgjöf Kevin de Bruyne.
Úrslit leiksins voru svo gott sem ráðin eftir fyrsta korterið, en Sergio Aguero gulltryggði sigur City með marki á 63. mínútu.
Andre Gray náði að klóra í bakkann rétt fyrir leikslok en það var of seint til þess að hafa nein áhrif og forysta Pep Guardiola og hans manna á toppi deildarinnar 15 stig.