Annar nagli í kistu kenninga um „geimveruvirkjun“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 21:00 Stjarna Tabbys hefur valdið stjörnufræðingum heilabrotum. Ryk eða halastjörnur skyggja líklega á hana á sérstakan hátt frá jörðu séð. Vísir/AFP Rykský sem gengur á braut um fjarreikistjörnuna KIC 8462852 er líklegasta skýringin á leyndardómsfullum breytingum í birtu stjörnunnar samkvæmt nýrri rannsókn. Ráðgátan hafði gefið framandlegum kenningum um risavaxnar sólvirkjanir háþróaðra geimvera byr undir báða vængi um tíma. KIC 8462852, einnig þekkt sem Stjarna Tabbys, komst í heimsfréttirnir árið 2015. Þá greindu stjörnufræðingar frá því að þeir hefðu greint óvenjulegar breytingar á birtu stjörnunnar. Hún hafði til dæmis orðið allt að fimmtungi daufari um nokkurra daga skeið. Á meðan stjörnufræðingar reyndu að ímynda sér hvað gæti búið að baki leyfðu sumir sér að velta vöngum um að orsökin gæti verið svonefnt Dyson-hvolf. Það er risavaxin virkjun á braut um stjörnu sem gæti beislað afl hennar sem eðlisfræðingurinn umdeildi Freeman Dyson setti fram kenningar um á 20. öldinni.Sjá einnig:Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimrykRaunveruleikinn virðist þó vera öllu hversdagslegri. Nýja athuganir Tabetha Boyajian og félaga hennar með sjónaukum á jörðinni benda til þess að ryk sé líklegasta skýringin á því hvers vegna stjarnan dofnar og lýsist aftur upp. „Nýju gögnin sýna að það lokast mismikið á mismunandi liti ljóss. Þess vegna er hvað sem það er sem fer á milli okkar og stjörnunnar ekki ógegnsætt eins og við myndum búast við ef þetta væri reikistjarna eða risabygging geimvera,“ segir Boyajian sem fann stjörnuna upphaflega og hún er kennd við.Útilokar ekki sveim halastjarnaAnnar hópur stjörnufræðinga komast að svipuðum niðurstöðum í grein sem birtist í haust. Sú rannsókn sýndi einnig fram á að mismunandi bylgjulengdir ljóss minnkuðu mismikið. Líklegast væri því að ójöfn rykskífa gengi um stjörnuna. Í frétt Space.com kemur fram að geimryk sé þó ekki endilega eina kenningin sem kemur til greina. Þannig sé enn hugsanlegt að sveimur halastjarna á braut um stjörnuna gæti valdið því að hún dofnar þegar þær ganga fyrir hana frá jörðu séð eins og Boyajian ímyndaði sér fyrst. Vísindi Tengdar fréttir Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Þegar fyrst var sagt frá óvenjulegu fyrirbæri í kringum Stjörnu Tabbys fóru kenningar strax af stað um að þar væri á ferð tröllvaxin virkjun háþróaðra geimvera. Raunverulega skýringin virðist einfaldari. 4. október 2017 23:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Rykský sem gengur á braut um fjarreikistjörnuna KIC 8462852 er líklegasta skýringin á leyndardómsfullum breytingum í birtu stjörnunnar samkvæmt nýrri rannsókn. Ráðgátan hafði gefið framandlegum kenningum um risavaxnar sólvirkjanir háþróaðra geimvera byr undir báða vængi um tíma. KIC 8462852, einnig þekkt sem Stjarna Tabbys, komst í heimsfréttirnir árið 2015. Þá greindu stjörnufræðingar frá því að þeir hefðu greint óvenjulegar breytingar á birtu stjörnunnar. Hún hafði til dæmis orðið allt að fimmtungi daufari um nokkurra daga skeið. Á meðan stjörnufræðingar reyndu að ímynda sér hvað gæti búið að baki leyfðu sumir sér að velta vöngum um að orsökin gæti verið svonefnt Dyson-hvolf. Það er risavaxin virkjun á braut um stjörnu sem gæti beislað afl hennar sem eðlisfræðingurinn umdeildi Freeman Dyson setti fram kenningar um á 20. öldinni.Sjá einnig:Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimrykRaunveruleikinn virðist þó vera öllu hversdagslegri. Nýja athuganir Tabetha Boyajian og félaga hennar með sjónaukum á jörðinni benda til þess að ryk sé líklegasta skýringin á því hvers vegna stjarnan dofnar og lýsist aftur upp. „Nýju gögnin sýna að það lokast mismikið á mismunandi liti ljóss. Þess vegna er hvað sem það er sem fer á milli okkar og stjörnunnar ekki ógegnsætt eins og við myndum búast við ef þetta væri reikistjarna eða risabygging geimvera,“ segir Boyajian sem fann stjörnuna upphaflega og hún er kennd við.Útilokar ekki sveim halastjarnaAnnar hópur stjörnufræðinga komast að svipuðum niðurstöðum í grein sem birtist í haust. Sú rannsókn sýndi einnig fram á að mismunandi bylgjulengdir ljóss minnkuðu mismikið. Líklegast væri því að ójöfn rykskífa gengi um stjörnuna. Í frétt Space.com kemur fram að geimryk sé þó ekki endilega eina kenningin sem kemur til greina. Þannig sé enn hugsanlegt að sveimur halastjarna á braut um stjörnuna gæti valdið því að hún dofnar þegar þær ganga fyrir hana frá jörðu séð eins og Boyajian ímyndaði sér fyrst.
Vísindi Tengdar fréttir Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Þegar fyrst var sagt frá óvenjulegu fyrirbæri í kringum Stjörnu Tabbys fóru kenningar strax af stað um að þar væri á ferð tröllvaxin virkjun háþróaðra geimvera. Raunverulega skýringin virðist einfaldari. 4. október 2017 23:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Þegar fyrst var sagt frá óvenjulegu fyrirbæri í kringum Stjörnu Tabbys fóru kenningar strax af stað um að þar væri á ferð tröllvaxin virkjun háþróaðra geimvera. Raunverulega skýringin virðist einfaldari. 4. október 2017 23:33