Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 23:33 Teikning af því hvernig ójöfn rykskífa gæti verið á braut um Stjörnu Tabbys og valdið óvenjulegum breytingum á birtu henni frá jörðu séð. NASA/JPL-Caltech Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga. Vísindi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira
Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga.
Vísindi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira