„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 22:00 Það var nóg skotið upp við Hallgrímskirkju á gamlárskvöld. vísir/egill Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15
Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00