Innlent

Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Samspil veðuraðstæðna og mikið magn ryks í andrúmsloftinu hafði veruleg áhrif á svifryksmengun.
Samspil veðuraðstæðna og mikið magn ryks í andrúmsloftinu hafði veruleg áhrif á svifryksmengun. Vísir/Vilhelm
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga var mælt við Grensásveg fyrstu klukkustund ársins en það var hærra en í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Hæsta hálftímagildið mældist klukkan 1:30 í stöðinni við Grensás, 2.506 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringssvifryksmengun var yfir mörkum á öllum mælistöðvum Reykjavíkurborgar. Styrkur svifryks fyrstu klukkustundina árið 2018 var 1.457 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík.

Óvanalegt að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn

Það sem var sérstakt við nýársdag var að styrkur svifryks hélst hár nær allan sólarhringinn en venjulega fellur styrkurinn hratt þegar líða fer á nóttina. Ástæðan er samspil veðuraðstæðna og mikils magns ryks í andrúmsloftinu.

Þetta er hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks sem mælt hefur verið við Grensásveg frá upphafi mælinga. Við Grensásveg fór styrkur svifryks 17 sinnum yfir sólarhringheilsuverndarmörk árið 2017 miðað við grunngögn.


Tengdar fréttir

Mengunin skaðlegri en í eldgosi

Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×