Mengunin skaðlegri en í eldgosi Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 08:00 Þykkur reykjarmökkur lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnóttu. vísir/egill Svifryk í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu mældist töluvert yfir heilsuverndarmörkum skömmu eftir miðnætti á nýársdag samkvæmt mælingum loftgæðafarstöðva. Sólarhrings heilsuverndarmörk einstaklings vegna svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) en hæsta hlutfallið mældist skömmu eftir miðnætti hjá loftgæðafarstöðinni í Dalsmára í Kópavogi þegar svifryksmagn fór yfir 4.500 µg/m3. Á sama tíma var magnið 2.500 á Grensásvegi í Reykjavík og 1.700 µg/m3 í loftgæðafarstöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli mældist svifryksmengun í Reykjavík í kringum 2.000 µg/m3. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, segir svifryksagnirnar í flugeldum vera smærri og fíngerðari en í eldgosinu. „Smærri agnirnar ná miklu lengra ofan í lungun og ná ekki að síast út í nefinu og nefkokinu. Þær geta einnig farið inn í blóðrásina og jafnvel inn í líffærin.“ Hún segir vísindafólk hætt að tala um það hvort svifryk sé hættulegt, heldur sé frekar talað um það hvernig hættan sem því fylgir hafi áhrif á fólk. Áhrif svifryks sjást einkum í lungnaþembu og með auknum astmaeinkennum. Því hærra sem svifryksgildi fer, því meiri eru áhrifin á lungnastarfsemina. Auk þess bendir Ragnhildur á erlendar rannsóknir sem sýna fram á samband aukinna hjartsláttartruflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Það sé því nauðsynlegt að vera á varðbergi gagnvart slíku. Börn, aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma séu þeir hópar sem berskjaldaðastir eru fyrir auknu svifryki í andrúmsloftinu. Notkun þungmálma er algeng í flugeldum til þess að kalla fram ákveðna liti og segir Ragnhildur að það sé nokkuð varhugavert. „Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabbameinsvaldandi.“Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brinkJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir að spítalinn hafi tekið á móti mun fleiri manns með öndunarvandræði í gær en á sama tíma á undanförnum árum. „Við erum að sjá töluvert af fólki koma inn með versnun á lungnasjúkdómum, astma og lungnaþembu,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt tölum bráðamóttökunnar leituðu allt að fimmtán manns sér hjálpar vegna andþyngsla og súrefnislækkunar í blóði. Hann segir að í sumum tilfellum hafi fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna þessa. Þá bendir hann einnig á að fleiri hafi leitað til bráðamóttökunnar vegna öndunarvandræða nú en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þess ber að geta að svifryk á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki skömmu eftir miðnætti á nýársdag þegar nýju ári var fagnað með sprengingu flugelda en fór aftur niður í eðlilegt ástand síðdegis í gær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Svifryk í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu mældist töluvert yfir heilsuverndarmörkum skömmu eftir miðnætti á nýársdag samkvæmt mælingum loftgæðafarstöðva. Sólarhrings heilsuverndarmörk einstaklings vegna svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) en hæsta hlutfallið mældist skömmu eftir miðnætti hjá loftgæðafarstöðinni í Dalsmára í Kópavogi þegar svifryksmagn fór yfir 4.500 µg/m3. Á sama tíma var magnið 2.500 á Grensásvegi í Reykjavík og 1.700 µg/m3 í loftgæðafarstöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli mældist svifryksmengun í Reykjavík í kringum 2.000 µg/m3. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, segir svifryksagnirnar í flugeldum vera smærri og fíngerðari en í eldgosinu. „Smærri agnirnar ná miklu lengra ofan í lungun og ná ekki að síast út í nefinu og nefkokinu. Þær geta einnig farið inn í blóðrásina og jafnvel inn í líffærin.“ Hún segir vísindafólk hætt að tala um það hvort svifryk sé hættulegt, heldur sé frekar talað um það hvernig hættan sem því fylgir hafi áhrif á fólk. Áhrif svifryks sjást einkum í lungnaþembu og með auknum astmaeinkennum. Því hærra sem svifryksgildi fer, því meiri eru áhrifin á lungnastarfsemina. Auk þess bendir Ragnhildur á erlendar rannsóknir sem sýna fram á samband aukinna hjartsláttartruflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Það sé því nauðsynlegt að vera á varðbergi gagnvart slíku. Börn, aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma séu þeir hópar sem berskjaldaðastir eru fyrir auknu svifryki í andrúmsloftinu. Notkun þungmálma er algeng í flugeldum til þess að kalla fram ákveðna liti og segir Ragnhildur að það sé nokkuð varhugavert. „Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabbameinsvaldandi.“Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brinkJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir að spítalinn hafi tekið á móti mun fleiri manns með öndunarvandræði í gær en á sama tíma á undanförnum árum. „Við erum að sjá töluvert af fólki koma inn með versnun á lungnasjúkdómum, astma og lungnaþembu,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt tölum bráðamóttökunnar leituðu allt að fimmtán manns sér hjálpar vegna andþyngsla og súrefnislækkunar í blóði. Hann segir að í sumum tilfellum hafi fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna þessa. Þá bendir hann einnig á að fleiri hafi leitað til bráðamóttökunnar vegna öndunarvandræða nú en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þess ber að geta að svifryk á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki skömmu eftir miðnætti á nýársdag þegar nýju ári var fagnað með sprengingu flugelda en fór aftur niður í eðlilegt ástand síðdegis í gær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36