Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:45 Það verður að teljast ólíklegt að Trump sofi í jakkafötum og með bindi þó það komi reyndar ekkert fram um náttfatastíl hans í kaflabrotinu. Hér er hann á fundi með öldungadeildarþingmönnum í Hvíta húsinu í dag. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52