Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:45 Það verður að teljast ólíklegt að Trump sofi í jakkafötum og með bindi þó það komi reyndar ekkert fram um náttfatastíl hans í kaflabrotinu. Hér er hann á fundi með öldungadeildarþingmönnum í Hvíta húsinu í dag. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill helst vera kominn upp í rúm klukkan hálfsjö á kvöldin. Þar vill hann horfa á sjónvörpin sín þrjú, borða ostborgara og hringja í vini sína og aðra trúnaðarmenn. Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] en Guardian birtir í kvöld brot úr bókinni. Bókin átti upphaflega ekki að koma út fyrr en næstkomandi þriðjudag en útgáfudeginum hefur verið flýtt þar sem eftirspurnin eftir er mikil. Bókin hefur nú þegar valdið miklu fjaðrafoki enda hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar birta kaflabrot úr henni í gær og í dag. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa meðal annars frestað þess að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en ef marka má kaflabrotin sem hafa birst er hún full af safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar Trump.Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018 Lás á svefnherbergið og húshjálpin húðskömmuð Bókin gefur líka innsýn inn í heimilishaldið í Hvíta húsinu eins og fjallað er um í Guardian í kvöld. Samkvæmt bók Wolff á forsetinn að hafa óskað eftir lás á svefnherbergið sitt en hann og eiginkona hans, Melania Trump, deila ekki svefnherbergi. Er það í fyrsta sinn sem slík venja er tekin upp hjá forsetahjónum síðan John F. Kennedy og Jackie Kennedy bjuggu í Hvíta húsinu. Hvíta húsið er, eins og gefur að skilja, eitt öruggasta hús í heimi. Beiðni um lás á svefnherbergið olli þannig nokkurri togstreitu á milli forsetans og leyniþjónustunnar sem vildi hafa aðgang að herberginu. Trump vildi einnig fá tvö aukasjónvarpstæki í herbergið en þar var eitt tæki fyrir. Þá á hann að hafa húðskammað húshjálpina sem reyndi að týna óhreinan þvott upp af gólfinu í herberginu. „Ef að skyrtan mín er á gólfinu þá er það af því að ég vil hafa hana á gólfinu,“ sagði Trump samkvæmt bók Wolff.Með sýklafóbíu og mjög hræddur að eitrað verði fyrir honum Trump setti einnig nýjar reglur: enginn má snerta neitt og sérstaklega ekki tannburstann hans. Trump hefur sjálfur sagt að hann sé með sýklafóbíu og samkvæmt Wolff er hann líka mjög hræddur við að það verði eitrað fyrir honum. Þetta, skrifar Wolff, er meðal annars ein ástæða þess að hann vill borða McDonald‘s; enginn vissi að hann væri að koma og maturinn var öruggur því hann var búinn til fyrirfram. Á háttatíma, sem er eins og áður segir klukkan hálfsjö að kvöldi, er Trump einn í svefnherberginu sínu. Að því er fram kemur í bókinni er Melania þá líklegast annars staðar í húsinu, það er í sínu eigin svefnherbergi, á einhverjum öðrum stað í íbúðinni eða jafnvel í Trump-turninum í New York þar sem hún bjó reyndar fyrstu mánuðina í forsetatíð eiginmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52