Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 15:17 Donald Trump er sagður fullur bræði yfir nýrri bók Michaels Wolff um vendingar innan Hvíta hússins. Vísir/AFP Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyna nú að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar með safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar hans. Þeir hafa sent höfundinum og útgefanda bókarinnar bréf þar sem þeir krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. Bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] á að koma út á þriðjudag. Bandarískir fjölmiðlar birtu hluta úr bókinni í gær með eldfimum upplýsingum, meðal annars að Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, teldi son forsetans og tengdason hafa framið landráð með því að funda með rússneskum lögfræðingum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að í bréfi sem lögmenn Trump hafi skrifað Michael Wolff, höfundi bókarinnar, og útgefanda hans, krefjist þeir þess að útgáfu bókarinnar verði hætt, sem og frekari birtingu á efni hennar.Sjá einnig:Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpWashington Post segir að lögmennirnir séu janframt að skoða að höfða meiðyrðamál vegna bókarinnar. Í henni er meðal annars fullyrt að starfslið Trump hafi talið hann aðeins „hálflæsan“ vegna þess að hann tæki ekki við upplýsingum sem honum voru kynntar. Forsetinn taki ákvarðanir eftir eigin brjóstviti jafnvel þó að hann hafi engan skilning á málefnunum sem liggja undir. Myndin sem dregin er upp af Trump í bókinni er almennt ekki fögur. Þar er hann meðal annars sagður borða helst á McDonald's vegna þess að hann óttist að einhver reyni að eitra fyrir honum. Lýst er hvernig Rupert Murdoch, fjölmiðlamógúllinn frægi, hafi kallað Trump „hálfvita“ eftir símtal þeirra.Segir Trump hafa vitað af bókinniÁður höfðu lögmenn Hvíta hússins krafist þess að Bannon hætti að tjá sig um það sem hann varð áskynja þegar hann starfaði þar. Ummæli sem höfð eru eftir honum í bók Wolff brjóti gegn samningi sem hann skrifaði undir og kveður á um þagmælsku. Trump sjálfur sagði í gær að Bannon hefði ekki aðeins misst vinnuna þegar hann lét af störfum í Hvíta húsinu í ágúst heldur hefði hann „misst vitið“. Wolff segir að hann hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti og að forsetinn hafi vitað af skrifum hans. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir hins vegar að Trump og Wolff hafi aldrei sest niður saman sérstaklega fyrir bókarskrifin. Bókin byggist á fleiri en tvö hundruð viðtölum yfir eins og hálfs árs tímabil við Trump, marga nánustu samstarfsmenn hans og fólk sem þeir ræddu við. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyna nú að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar með safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar hans. Þeir hafa sent höfundinum og útgefanda bókarinnar bréf þar sem þeir krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. Bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] á að koma út á þriðjudag. Bandarískir fjölmiðlar birtu hluta úr bókinni í gær með eldfimum upplýsingum, meðal annars að Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, teldi son forsetans og tengdason hafa framið landráð með því að funda með rússneskum lögfræðingum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að í bréfi sem lögmenn Trump hafi skrifað Michael Wolff, höfundi bókarinnar, og útgefanda hans, krefjist þeir þess að útgáfu bókarinnar verði hætt, sem og frekari birtingu á efni hennar.Sjá einnig:Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpWashington Post segir að lögmennirnir séu janframt að skoða að höfða meiðyrðamál vegna bókarinnar. Í henni er meðal annars fullyrt að starfslið Trump hafi talið hann aðeins „hálflæsan“ vegna þess að hann tæki ekki við upplýsingum sem honum voru kynntar. Forsetinn taki ákvarðanir eftir eigin brjóstviti jafnvel þó að hann hafi engan skilning á málefnunum sem liggja undir. Myndin sem dregin er upp af Trump í bókinni er almennt ekki fögur. Þar er hann meðal annars sagður borða helst á McDonald's vegna þess að hann óttist að einhver reyni að eitra fyrir honum. Lýst er hvernig Rupert Murdoch, fjölmiðlamógúllinn frægi, hafi kallað Trump „hálfvita“ eftir símtal þeirra.Segir Trump hafa vitað af bókinniÁður höfðu lögmenn Hvíta hússins krafist þess að Bannon hætti að tjá sig um það sem hann varð áskynja þegar hann starfaði þar. Ummæli sem höfð eru eftir honum í bók Wolff brjóti gegn samningi sem hann skrifaði undir og kveður á um þagmælsku. Trump sjálfur sagði í gær að Bannon hefði ekki aðeins misst vinnuna þegar hann lét af störfum í Hvíta húsinu í ágúst heldur hefði hann „misst vitið“. Wolff segir að hann hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti og að forsetinn hafi vitað af skrifum hans. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir hins vegar að Trump og Wolff hafi aldrei sest niður saman sérstaklega fyrir bókarskrifin. Bókin byggist á fleiri en tvö hundruð viðtölum yfir eins og hálfs árs tímabil við Trump, marga nánustu samstarfsmenn hans og fólk sem þeir ræddu við.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52