Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 15:51 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00