Avenatti segist aldrei hafa slegið konu Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2018 11:57 Michael Avenatti segist saklaus og að rannsókn muni leiða það í ljós. AP/Michael Owen Baker Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, sem heitir raunverulega Stepphanie Cliffordd, segist aldrei hafa slegið konu og hann muni aldrei slá konu. Þetta sagði hann þegar honum var sleppt úr haldi lögreglunnar í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt, eftir að hann hafði verið handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi. Avenatti skaust á sjónarsviðið þegar hann og Stormy Daniels höfðuðu mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að fá hnekkt þagnarsamkomulagi sem hún hafði gert við forsetann svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi hans, með henni, árið 2006. Lögmaður Trump, Michael Cohen, greiddi Daniels 160 þúsund dali um mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016 vegna samkomulagsins. Lögmaðurinn sagðist hafa barist fyrir réttindum kvenna allan feril sinn og hann myndi halda því áfram. Þá sagðist hann hlakka til þess að lögreglan lyki ítarlegri rannsókn sinni og kæmist að þeirri niðurstöðu að hann væri saklaus.Sjá einnig: Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldiÍ kjölfar ummæla hans sendi Avenatti frá sér tilkynningu þar sem hann þakkaði lögreglunni fyrir fagmennsku og sagði að ásakanirnar gegn honum væru rangar. Þeim væri ætlað að grafa undan orðspori hans og trúverðugleika. Fyrstu fregnir af málinu sögðu Avenatti vera grunaðan um að beita fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hún sendi þó frá sér tilkynningu um að það væri ekki rétt og hún kæmi ekki að þessu máli. Þá sagði í tilkynningunni að Lisa Storie-Avenatti hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi að hálfu Avenatti og hún hefði aldrei orðið vitni af því að hann hefði hagað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi. 14. nóvember 2018 23:51 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, sem heitir raunverulega Stepphanie Cliffordd, segist aldrei hafa slegið konu og hann muni aldrei slá konu. Þetta sagði hann þegar honum var sleppt úr haldi lögreglunnar í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt, eftir að hann hafði verið handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi. Avenatti skaust á sjónarsviðið þegar hann og Stormy Daniels höfðuðu mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að fá hnekkt þagnarsamkomulagi sem hún hafði gert við forsetann svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi hans, með henni, árið 2006. Lögmaður Trump, Michael Cohen, greiddi Daniels 160 þúsund dali um mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016 vegna samkomulagsins. Lögmaðurinn sagðist hafa barist fyrir réttindum kvenna allan feril sinn og hann myndi halda því áfram. Þá sagðist hann hlakka til þess að lögreglan lyki ítarlegri rannsókn sinni og kæmist að þeirri niðurstöðu að hann væri saklaus.Sjá einnig: Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldiÍ kjölfar ummæla hans sendi Avenatti frá sér tilkynningu þar sem hann þakkaði lögreglunni fyrir fagmennsku og sagði að ásakanirnar gegn honum væru rangar. Þeim væri ætlað að grafa undan orðspori hans og trúverðugleika. Fyrstu fregnir af málinu sögðu Avenatti vera grunaðan um að beita fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hún sendi þó frá sér tilkynningu um að það væri ekki rétt og hún kæmi ekki að þessu máli. Þá sagði í tilkynningunni að Lisa Storie-Avenatti hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi að hálfu Avenatti og hún hefði aldrei orðið vitni af því að hann hefði hagað sér á ofbeldisfullan hátt. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi. 14. nóvember 2018 23:51 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi. 14. nóvember 2018 23:51