Hægriflokkurinn vill stýra einn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:15 Tillögu Ulfs Kristersson hefur ekki verið vel tekið en illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Vísir/EPA Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira