Skoða Twitternjósnir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:15 Ef ásakanir á hendur Twitter reynast réttar gæti fyrirtækið þurft að greiða himinháa sekt. Vísir/EPA Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter sætir nú rannsókn persónuverndaryfirvalda á Írlandi vegna þess að miðillinn neitar því að upplýsa notendur um hvaða upplýsingar fyrirtækið skráir þegar notandinn smellir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vefsíðu Fortune í gær. Þegar notendur setja hlekki í tíst sín breytir Twitter hlekknum með styttingakerfi sínu, t.co. Á hjálparsíðu Twitter segir að þetta sé gert svo fyrirtækið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berjast gegn dreifingu tölvuveira á samfélagsmiðlinum. Michael Veale, netöryggismálarannsakandi hjá University College í Lundúnum, sagði í samtali við Fortune að hann grunaði að Twitter safnaði þó enn frekari upplýsingum þegar notendur smella á hlekki. Mögulega nýtti samfélagsmiðillinn styttingakerfi sitt til þess að fylgja notendum á vafri þeirra og skilja eftir svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Evrópusambandið samþykkti nýja löggjöf um meðferð persónulegra gagna árið 2016 og tók hún gildi í maí síðastliðnum. Með tilkomu löggjafarinnar, sem kallast Almenna persónuverndarreglugerðin, eða einfaldlega GDPR, getur hver notandi krafið veffyrirtæki um allar þær upplýsingar sem vefurinn hefur safnað um notandann. Þetta gerði Veale en Twitter neitaði því að útvega upplýsingar sem safnað er við það þegar smellt er á hlekki. Bar því fyrir sig að söfnun þeirra gagna væri flókin og erfið og sagði að GDPR heimilaði neitun á þeim grundvelli. Veale er hins vegar á þeirri skoðun að Twitter rangtúlki löggjöfina. Veale kvartaði svo til írskra persónuverndaryfirvalda og segir Fortune frá því að á fimmtudaginn hafi rannsókn á málinu hafist. Evrópskar höfuðstöðvar Twitter, líkt og annarra tæknifyrirtækja á borð við Google, Facebook, Microsoft og Paypal, eru á Írlandi. Nánar tiltekið í Dyflinni. Þess vegna var kvörtunin send inn þar í landi. Komist yfirvöld á Írlandi að þeirri niðurstöðu að Twitter hafi brotið gegn GDPR-löggjöfinni gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér allt að tuttugu milljóna evra sekt, eða sekt sem nemur fjórum prósentum árlegrar veltu ef sú upphæð er hærri. Sé miðað við veltu Twitter á síðasta ári eru fjögur prósent um 83 milljónir evra, andvirði 11 milljarða króna. Áður hafði Veale kvartað yfir því að Facebook hafi neitað að afhenda sambærileg gögn. Sama írska stofnunin hefur það mál nú til rannsóknar. Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera persónuverndarmálið sem Facebook glímir nú við. Persónuverndaryfirvöld á Írlandi rannsaka til að mynda leka á upplýsingum fimmtíu milljóna notenda og gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér 1,4 milljarða evra sekt í málinu. Það samsvarar um 190 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter sætir nú rannsókn persónuverndaryfirvalda á Írlandi vegna þess að miðillinn neitar því að upplýsa notendur um hvaða upplýsingar fyrirtækið skráir þegar notandinn smellir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vefsíðu Fortune í gær. Þegar notendur setja hlekki í tíst sín breytir Twitter hlekknum með styttingakerfi sínu, t.co. Á hjálparsíðu Twitter segir að þetta sé gert svo fyrirtækið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berjast gegn dreifingu tölvuveira á samfélagsmiðlinum. Michael Veale, netöryggismálarannsakandi hjá University College í Lundúnum, sagði í samtali við Fortune að hann grunaði að Twitter safnaði þó enn frekari upplýsingum þegar notendur smella á hlekki. Mögulega nýtti samfélagsmiðillinn styttingakerfi sitt til þess að fylgja notendum á vafri þeirra og skilja eftir svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Evrópusambandið samþykkti nýja löggjöf um meðferð persónulegra gagna árið 2016 og tók hún gildi í maí síðastliðnum. Með tilkomu löggjafarinnar, sem kallast Almenna persónuverndarreglugerðin, eða einfaldlega GDPR, getur hver notandi krafið veffyrirtæki um allar þær upplýsingar sem vefurinn hefur safnað um notandann. Þetta gerði Veale en Twitter neitaði því að útvega upplýsingar sem safnað er við það þegar smellt er á hlekki. Bar því fyrir sig að söfnun þeirra gagna væri flókin og erfið og sagði að GDPR heimilaði neitun á þeim grundvelli. Veale er hins vegar á þeirri skoðun að Twitter rangtúlki löggjöfina. Veale kvartaði svo til írskra persónuverndaryfirvalda og segir Fortune frá því að á fimmtudaginn hafi rannsókn á málinu hafist. Evrópskar höfuðstöðvar Twitter, líkt og annarra tæknifyrirtækja á borð við Google, Facebook, Microsoft og Paypal, eru á Írlandi. Nánar tiltekið í Dyflinni. Þess vegna var kvörtunin send inn þar í landi. Komist yfirvöld á Írlandi að þeirri niðurstöðu að Twitter hafi brotið gegn GDPR-löggjöfinni gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér allt að tuttugu milljóna evra sekt, eða sekt sem nemur fjórum prósentum árlegrar veltu ef sú upphæð er hærri. Sé miðað við veltu Twitter á síðasta ári eru fjögur prósent um 83 milljónir evra, andvirði 11 milljarða króna. Áður hafði Veale kvartað yfir því að Facebook hafi neitað að afhenda sambærileg gögn. Sama írska stofnunin hefur það mál nú til rannsóknar. Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera persónuverndarmálið sem Facebook glímir nú við. Persónuverndaryfirvöld á Írlandi rannsaka til að mynda leka á upplýsingum fimmtíu milljóna notenda og gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér 1,4 milljarða evra sekt í málinu. Það samsvarar um 190 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira