Conte ósáttur með myndbandsdómara: Willian átti að fá víti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 12:00 Antonio Conte á hliðarlínunni á Stamford Bridge vísir/getty Knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, var ekki sáttur með notkun myndbandsdómara í leik Chelsea og Norwich í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Chelsea vann Norwich í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli og framlengingu þar sem tveir leikmenn Chelsea fengu sitt seinna gula spjald og voru reknir af velli. Pedro, Alvaro Morata og Willian fengu allir gult spjald fyrir leikaraskap inni í teig andstæðinganna. Þeir tveir fyrrnefndu fengu svo aftur gul spjöld í framlengingunni og þurftu að fara snemma í sturtu. Conte var mjög ósáttur með þessa dóma, og þá sérstaklega spjaldið á Willian sem hann taldi vera klára vítaspyrnu, en í leiknum sjálfum var mjög óljóst hvort Graham Scott, dómari leiksins, hafi ráðfært sig við myndbandsdómarann í eyranu. „Það verður að bæta þetta nýja kerfi ef við ætlum að nota það,“ sagði Conte eftir leikinn í gær. „Dómarinn var fljótur að veifa gula spjaldinu, sem þýðir að hann var ekki í vafa. Ef við viljum bæta þetta nýja kerfi þá verður dómarinn að bíða og athuga hvort manneskjan sem situr og horfir á leikin er viss.“ „Sá sem var að horfa á leikinn hlýtur að hafa verið í vafa því það er sparkað í Willian og þá þarf hann að hringja í dómarann og segja honum að þetta sé vafaatriði, kannski væri best að hann færi og skoðaði atvikið,“ sagði Antonio Conte. Chelsea mætir Newcastle í fjórðu umferð bikarkeppninnar sunnudaginn 28. janúar. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, var ekki sáttur með notkun myndbandsdómara í leik Chelsea og Norwich í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Chelsea vann Norwich í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli og framlengingu þar sem tveir leikmenn Chelsea fengu sitt seinna gula spjald og voru reknir af velli. Pedro, Alvaro Morata og Willian fengu allir gult spjald fyrir leikaraskap inni í teig andstæðinganna. Þeir tveir fyrrnefndu fengu svo aftur gul spjöld í framlengingunni og þurftu að fara snemma í sturtu. Conte var mjög ósáttur með þessa dóma, og þá sérstaklega spjaldið á Willian sem hann taldi vera klára vítaspyrnu, en í leiknum sjálfum var mjög óljóst hvort Graham Scott, dómari leiksins, hafi ráðfært sig við myndbandsdómarann í eyranu. „Það verður að bæta þetta nýja kerfi ef við ætlum að nota það,“ sagði Conte eftir leikinn í gær. „Dómarinn var fljótur að veifa gula spjaldinu, sem þýðir að hann var ekki í vafa. Ef við viljum bæta þetta nýja kerfi þá verður dómarinn að bíða og athuga hvort manneskjan sem situr og horfir á leikin er viss.“ „Sá sem var að horfa á leikinn hlýtur að hafa verið í vafa því það er sparkað í Willian og þá þarf hann að hringja í dómarann og segja honum að þetta sé vafaatriði, kannski væri best að hann færi og skoðaði atvikið,“ sagði Antonio Conte. Chelsea mætir Newcastle í fjórðu umferð bikarkeppninnar sunnudaginn 28. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira