Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 23. júní 2018 21:00 Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. Vísir/AP Tyrkir ganga á morgun að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, vonast til að tryggja sér sitt annað kjörtímabil en næsti forseti mun taka við mun valdameira embætti en áður. Til stóð að kosningarnar færu fram árið 2019 en Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa forsetaembættinu meiri völd. Tyrkland færist með breytingunum nær því að vera forsetaræði líkt og í Bandaríkjunum. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Meira en 100.000 opinberir starfsmenn hafa verið reknir. Þrátt fyrir yfirburðarstöðu Erodgans er samkeppnin hörð. Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, kemur næstur á eftir Erdogan í skoðanakönnunum.Muharrem Ince mælist með næstmesta fylgið.vísir/APÞrátt fyrir harða andstöðu sýna skoðanakannanir að Erdogan og Réttlætis-og þróunarflokkur hans eru með um helming atkvæða. Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. Erdogan hefur í kosningabaráttunni lofað innviðauppbyggingu. Stuðningsmenn hans segja að Erdogan geti einn viðhaldið pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í landinu og sé best til þess fallinn að leiða þjóðina í gegnum róstursamt tímabil. Ince hefur reynslu úr menntakerfinu og hefur fengist við kennslustörf. Hann er veraldarhyggjumaður og hefur háð kraftmikla kosningabaráttu. Í kappræðum í dag sagði Ince að Tyrkland færist í auknum mæli í átt einræði undir stjórn Erdogans en hann kvartar einnig yfir pólitískri slagsíðu ríkilsfjölmiðilsins. „Landið okkar þarf nýtt blóð inn í forystu stjórnmálanna og það er Muharrem Ince. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Nuray Ugurlu sem hyggst kjósa Ince á morgun. Tengdar fréttir Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann. 8. júní 2018 06:00 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016. 22. maí 2018 06:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Tyrkir ganga á morgun að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, vonast til að tryggja sér sitt annað kjörtímabil en næsti forseti mun taka við mun valdameira embætti en áður. Til stóð að kosningarnar færu fram árið 2019 en Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa forsetaembættinu meiri völd. Tyrkland færist með breytingunum nær því að vera forsetaræði líkt og í Bandaríkjunum. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Meira en 100.000 opinberir starfsmenn hafa verið reknir. Þrátt fyrir yfirburðarstöðu Erodgans er samkeppnin hörð. Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, kemur næstur á eftir Erdogan í skoðanakönnunum.Muharrem Ince mælist með næstmesta fylgið.vísir/APÞrátt fyrir harða andstöðu sýna skoðanakannanir að Erdogan og Réttlætis-og þróunarflokkur hans eru með um helming atkvæða. Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. Erdogan hefur í kosningabaráttunni lofað innviðauppbyggingu. Stuðningsmenn hans segja að Erdogan geti einn viðhaldið pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í landinu og sé best til þess fallinn að leiða þjóðina í gegnum róstursamt tímabil. Ince hefur reynslu úr menntakerfinu og hefur fengist við kennslustörf. Hann er veraldarhyggjumaður og hefur háð kraftmikla kosningabaráttu. Í kappræðum í dag sagði Ince að Tyrkland færist í auknum mæli í átt einræði undir stjórn Erdogans en hann kvartar einnig yfir pólitískri slagsíðu ríkilsfjölmiðilsins. „Landið okkar þarf nýtt blóð inn í forystu stjórnmálanna og það er Muharrem Ince. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Nuray Ugurlu sem hyggst kjósa Ince á morgun.
Tengdar fréttir Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann. 8. júní 2018 06:00 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016. 22. maí 2018 06:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann. 8. júní 2018 06:00
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016. 22. maí 2018 06:35