Tyrkir ganga til kosninga á morgun: Næsti forseti tekur við valdameira embætti en áður Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 23. júní 2018 21:00 Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. Vísir/AP Tyrkir ganga á morgun að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, vonast til að tryggja sér sitt annað kjörtímabil en næsti forseti mun taka við mun valdameira embætti en áður. Til stóð að kosningarnar færu fram árið 2019 en Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa forsetaembættinu meiri völd. Tyrkland færist með breytingunum nær því að vera forsetaræði líkt og í Bandaríkjunum. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Meira en 100.000 opinberir starfsmenn hafa verið reknir. Þrátt fyrir yfirburðarstöðu Erodgans er samkeppnin hörð. Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, kemur næstur á eftir Erdogan í skoðanakönnunum.Muharrem Ince mælist með næstmesta fylgið.vísir/APÞrátt fyrir harða andstöðu sýna skoðanakannanir að Erdogan og Réttlætis-og þróunarflokkur hans eru með um helming atkvæða. Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. Erdogan hefur í kosningabaráttunni lofað innviðauppbyggingu. Stuðningsmenn hans segja að Erdogan geti einn viðhaldið pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í landinu og sé best til þess fallinn að leiða þjóðina í gegnum róstursamt tímabil. Ince hefur reynslu úr menntakerfinu og hefur fengist við kennslustörf. Hann er veraldarhyggjumaður og hefur háð kraftmikla kosningabaráttu. Í kappræðum í dag sagði Ince að Tyrkland færist í auknum mæli í átt einræði undir stjórn Erdogans en hann kvartar einnig yfir pólitískri slagsíðu ríkilsfjölmiðilsins. „Landið okkar þarf nýtt blóð inn í forystu stjórnmálanna og það er Muharrem Ince. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Nuray Ugurlu sem hyggst kjósa Ince á morgun. Tengdar fréttir Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann. 8. júní 2018 06:00 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016. 22. maí 2018 06:35 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Tyrkir ganga á morgun að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, vonast til að tryggja sér sitt annað kjörtímabil en næsti forseti mun taka við mun valdameira embætti en áður. Til stóð að kosningarnar færu fram árið 2019 en Erdogan boðaði skyndilega til kosninga fyrr á árinu eftir víðtækar stjórnarskrárbreytingar sem færa forsetaembættinu meiri völd. Tyrkland færist með breytingunum nær því að vera forsetaræði líkt og í Bandaríkjunum. Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. Neyðarlög eru enn við lýði og meira en 50.000 manns dvelja í fangelsi eftir tilraunina. Meira en 100.000 opinberir starfsmenn hafa verið reknir. Þrátt fyrir yfirburðarstöðu Erodgans er samkeppnin hörð. Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, kemur næstur á eftir Erdogan í skoðanakönnunum.Muharrem Ince mælist með næstmesta fylgið.vísir/APÞrátt fyrir harða andstöðu sýna skoðanakannanir að Erdogan og Réttlætis-og þróunarflokkur hans eru með um helming atkvæða. Ef enginn einn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu þann 8. júlí næstkomandi. Erdogan hefur í kosningabaráttunni lofað innviðauppbyggingu. Stuðningsmenn hans segja að Erdogan geti einn viðhaldið pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í landinu og sé best til þess fallinn að leiða þjóðina í gegnum róstursamt tímabil. Ince hefur reynslu úr menntakerfinu og hefur fengist við kennslustörf. Hann er veraldarhyggjumaður og hefur háð kraftmikla kosningabaráttu. Í kappræðum í dag sagði Ince að Tyrkland færist í auknum mæli í átt einræði undir stjórn Erdogans en hann kvartar einnig yfir pólitískri slagsíðu ríkilsfjölmiðilsins. „Landið okkar þarf nýtt blóð inn í forystu stjórnmálanna og það er Muharrem Ince. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Nuray Ugurlu sem hyggst kjósa Ince á morgun.
Tengdar fréttir Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann. 8. júní 2018 06:00 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016. 22. maí 2018 06:35 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann. 8. júní 2018 06:00
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016. 22. maí 2018 06:35