Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júní 2018 23:55 Fjögurra er leitað í tengslum við hópnauðgun á konum í Nýju Delí. Vísir/Getty Sex karlmenn eru grunaðir um hópnauðgun á fimm konum sem starfa fyrir hjálparsamtökin Asha Kiran sem sérhæfa sig í baráttunni gegn mansali. Hjálparsamtökin eru starfrækt í þorpi í austurhluta Indlands. Tveir mannanna hafa verið handteknir og ákærðir en lögreglan leitar enn hinna fjögurra. Auk þeirra tveggja sem voru handteknir var einn af stjórnendum skóla í þorpinu líka handtekinn. Talið er að hann búi yfir vitneskju um glæpinn auk þess að hafa hjálpað til við að fremja árásina á konurnar. CNN segir frá þessu. Að sögn lögreglu átti árásin sér stað í þorpinu Kochang í Khunti-héraðinu sem er í námunda við svæðið þar aðrir hrottalegir glæpir hafa verið framdir nýlega. Í síðasta mánuði komu upp tvö tilvik þar sem unglingsstúlku var nauðgað og í henni kveikt með þeim afleiðingum að hún dó af sárum sínum. Hugsjónarkonurnar fimm, sem beita sér gegn mansali, eru útskrifaðar af spítalanum en dvelja nú í kvennaathvarfi. Konunum hefur verið útveguð lögregluvernd og áfallahjálp. Árásin átti sér stað þegar konurnar túlkuðu og fluttu leikrit fyrir gangandi vegfarendur í þorpinu. Verkið fjallaði um mansal og átti að vera til vitundarvakningar um alvarleika málefnisins. Í miðju leikriti réðust nokkrir vopnaðir karlmenn að konunum og teymdu þær með sér inn í nærliggjandi skóg. Þar urðu þær fyrir barsmíðum og nauðgunum. Þeim var síðan sleppt lausum þremur klukkustundum síðar. Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins. Í kringum hundrað kynferðisofbeldisbrot eru tilkynnt til lögreglunnar á Indandi dag hvern. Tengdar fréttir Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Enn eitt hrottafengið nauðgunarmál skekur Indland Stúlkubarn berst fyrir lífi sínu eftir að frændi hennar nauðgaði henni á sunnudag. 30. janúar 2018 06:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Sex karlmenn eru grunaðir um hópnauðgun á fimm konum sem starfa fyrir hjálparsamtökin Asha Kiran sem sérhæfa sig í baráttunni gegn mansali. Hjálparsamtökin eru starfrækt í þorpi í austurhluta Indlands. Tveir mannanna hafa verið handteknir og ákærðir en lögreglan leitar enn hinna fjögurra. Auk þeirra tveggja sem voru handteknir var einn af stjórnendum skóla í þorpinu líka handtekinn. Talið er að hann búi yfir vitneskju um glæpinn auk þess að hafa hjálpað til við að fremja árásina á konurnar. CNN segir frá þessu. Að sögn lögreglu átti árásin sér stað í þorpinu Kochang í Khunti-héraðinu sem er í námunda við svæðið þar aðrir hrottalegir glæpir hafa verið framdir nýlega. Í síðasta mánuði komu upp tvö tilvik þar sem unglingsstúlku var nauðgað og í henni kveikt með þeim afleiðingum að hún dó af sárum sínum. Hugsjónarkonurnar fimm, sem beita sér gegn mansali, eru útskrifaðar af spítalanum en dvelja nú í kvennaathvarfi. Konunum hefur verið útveguð lögregluvernd og áfallahjálp. Árásin átti sér stað þegar konurnar túlkuðu og fluttu leikrit fyrir gangandi vegfarendur í þorpinu. Verkið fjallaði um mansal og átti að vera til vitundarvakningar um alvarleika málefnisins. Í miðju leikriti réðust nokkrir vopnaðir karlmenn að konunum og teymdu þær með sér inn í nærliggjandi skóg. Þar urðu þær fyrir barsmíðum og nauðgunum. Þeim var síðan sleppt lausum þremur klukkustundum síðar. Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins. Í kringum hundrað kynferðisofbeldisbrot eru tilkynnt til lögreglunnar á Indandi dag hvern.
Tengdar fréttir Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Enn eitt hrottafengið nauðgunarmál skekur Indland Stúlkubarn berst fyrir lífi sínu eftir að frændi hennar nauðgaði henni á sunnudag. 30. janúar 2018 06:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04
Enn eitt hrottafengið nauðgunarmál skekur Indland Stúlkubarn berst fyrir lífi sínu eftir að frændi hennar nauðgaði henni á sunnudag. 30. janúar 2018 06:22