Mourinho: Ég yrði áfram einn af bestu stjórum heims þótt Man Utd vinni ekki titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 14:30 Jose Mourinho á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, mætti kokhraustur á blaðmannafund í dag þrátt fyrir að vera búinn að tapa tveimur leikjum í röð og vera í augum margra að berjast fyrir því að halda starfinu sínu á Old Trafford. Næsti leikur er á móti Burnley á sunnudaginn og þar má Mourinho alls ekki tapa þriðja leiknum í röð. Tvö töp í þremur fyrstu leikjunum er versta byrjunin hjá Manchester United síðan 1992-93 tímabilið. Mourinho hefur aldrei tapað stærra á heimavelli en í 3-0 tapinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið."I am one of the greatest managers in the world."#MUFCpic.twitter.com/dHqhf02v8T — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018Jose Mourinho heldur áfram að tala um sína fornu frægð á blaðamannfundum og sagðist núna vera eini stjórinn sem hefur unnið titilinn á Ítalíu, Spáni og í Englandi. „Ég hef unnið átta titla og þá er ég að tala um alvöru titla,“ sagði Jose Mourinho meðal annars. Mourinho hélt því líka fram að síðasta tímabil, þar sem Manchester United náði öðru sætinu en var engu að síður langt á eftir meisturum Manchester City, hafi verið eitt af hans mestu afrekum á þjálfaraferlinum. „Ég er ekki bara knattspyrnustjórinn hjá einu besta félagi í heimi heldur er ég sjálfur líka einn af bestu stjórum heims,“ sagði Jose Mourinho og þegar hann var spurður af því hvort hann yrði áfram einn af bestu stjórum heims ef hann ynni ekki titilinn með Manchester United svaraði Portúgalinn. „Auðvitað. Hefur þú einhvern tímann lesið efni eftir heimspekinginn Hegel? Sannleikurinn er í heildinni og í heildinni finnur þú alltaf sannleikinn,“ sagði Jose Mourinho og hélt áfram:.Mourinho says he is one of the great managers – and quotes Hegel to prove it. @JamieJackson___https://t.co/GozVUYBkrB … #MUFCpic.twitter.com/eRKBJqhU0I — Guardian sport (@guardian_sport) August 31, 2018„Myndir þú spyrja þessarar sömu spurningar ef þú værir fyrir framan stjórann sem endaði í þriðja sæti á síðasta tímabili eða þá fyrir framan stjórana sem enduðu í fjórða eða fimmta sæti,“ svaraði Jose Mourinho með annarri spurningu. Jose Mourinho hélt síðan áfram að tala meira um fyrri árangur og gamla titla en slæma byrjun Manchester United liðsins á þessu tímabili. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, mætti kokhraustur á blaðmannafund í dag þrátt fyrir að vera búinn að tapa tveimur leikjum í röð og vera í augum margra að berjast fyrir því að halda starfinu sínu á Old Trafford. Næsti leikur er á móti Burnley á sunnudaginn og þar má Mourinho alls ekki tapa þriðja leiknum í röð. Tvö töp í þremur fyrstu leikjunum er versta byrjunin hjá Manchester United síðan 1992-93 tímabilið. Mourinho hefur aldrei tapað stærra á heimavelli en í 3-0 tapinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið."I am one of the greatest managers in the world."#MUFCpic.twitter.com/dHqhf02v8T — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018Jose Mourinho heldur áfram að tala um sína fornu frægð á blaðamannfundum og sagðist núna vera eini stjórinn sem hefur unnið titilinn á Ítalíu, Spáni og í Englandi. „Ég hef unnið átta titla og þá er ég að tala um alvöru titla,“ sagði Jose Mourinho meðal annars. Mourinho hélt því líka fram að síðasta tímabil, þar sem Manchester United náði öðru sætinu en var engu að síður langt á eftir meisturum Manchester City, hafi verið eitt af hans mestu afrekum á þjálfaraferlinum. „Ég er ekki bara knattspyrnustjórinn hjá einu besta félagi í heimi heldur er ég sjálfur líka einn af bestu stjórum heims,“ sagði Jose Mourinho og þegar hann var spurður af því hvort hann yrði áfram einn af bestu stjórum heims ef hann ynni ekki titilinn með Manchester United svaraði Portúgalinn. „Auðvitað. Hefur þú einhvern tímann lesið efni eftir heimspekinginn Hegel? Sannleikurinn er í heildinni og í heildinni finnur þú alltaf sannleikinn,“ sagði Jose Mourinho og hélt áfram:.Mourinho says he is one of the great managers – and quotes Hegel to prove it. @JamieJackson___https://t.co/GozVUYBkrB … #MUFCpic.twitter.com/eRKBJqhU0I — Guardian sport (@guardian_sport) August 31, 2018„Myndir þú spyrja þessarar sömu spurningar ef þú værir fyrir framan stjórann sem endaði í þriðja sæti á síðasta tímabili eða þá fyrir framan stjórana sem enduðu í fjórða eða fimmta sæti,“ svaraði Jose Mourinho með annarri spurningu. Jose Mourinho hélt síðan áfram að tala meira um fyrri árangur og gamla titla en slæma byrjun Manchester United liðsins á þessu tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira