Mourinho: Ég yrði áfram einn af bestu stjórum heims þótt Man Utd vinni ekki titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 14:30 Jose Mourinho á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, mætti kokhraustur á blaðmannafund í dag þrátt fyrir að vera búinn að tapa tveimur leikjum í röð og vera í augum margra að berjast fyrir því að halda starfinu sínu á Old Trafford. Næsti leikur er á móti Burnley á sunnudaginn og þar má Mourinho alls ekki tapa þriðja leiknum í röð. Tvö töp í þremur fyrstu leikjunum er versta byrjunin hjá Manchester United síðan 1992-93 tímabilið. Mourinho hefur aldrei tapað stærra á heimavelli en í 3-0 tapinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið."I am one of the greatest managers in the world."#MUFCpic.twitter.com/dHqhf02v8T — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018Jose Mourinho heldur áfram að tala um sína fornu frægð á blaðamannfundum og sagðist núna vera eini stjórinn sem hefur unnið titilinn á Ítalíu, Spáni og í Englandi. „Ég hef unnið átta titla og þá er ég að tala um alvöru titla,“ sagði Jose Mourinho meðal annars. Mourinho hélt því líka fram að síðasta tímabil, þar sem Manchester United náði öðru sætinu en var engu að síður langt á eftir meisturum Manchester City, hafi verið eitt af hans mestu afrekum á þjálfaraferlinum. „Ég er ekki bara knattspyrnustjórinn hjá einu besta félagi í heimi heldur er ég sjálfur líka einn af bestu stjórum heims,“ sagði Jose Mourinho og þegar hann var spurður af því hvort hann yrði áfram einn af bestu stjórum heims ef hann ynni ekki titilinn með Manchester United svaraði Portúgalinn. „Auðvitað. Hefur þú einhvern tímann lesið efni eftir heimspekinginn Hegel? Sannleikurinn er í heildinni og í heildinni finnur þú alltaf sannleikinn,“ sagði Jose Mourinho og hélt áfram:.Mourinho says he is one of the great managers – and quotes Hegel to prove it. @JamieJackson___https://t.co/GozVUYBkrB … #MUFCpic.twitter.com/eRKBJqhU0I — Guardian sport (@guardian_sport) August 31, 2018„Myndir þú spyrja þessarar sömu spurningar ef þú værir fyrir framan stjórann sem endaði í þriðja sæti á síðasta tímabili eða þá fyrir framan stjórana sem enduðu í fjórða eða fimmta sæti,“ svaraði Jose Mourinho með annarri spurningu. Jose Mourinho hélt síðan áfram að tala meira um fyrri árangur og gamla titla en slæma byrjun Manchester United liðsins á þessu tímabili. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, mætti kokhraustur á blaðmannafund í dag þrátt fyrir að vera búinn að tapa tveimur leikjum í röð og vera í augum margra að berjast fyrir því að halda starfinu sínu á Old Trafford. Næsti leikur er á móti Burnley á sunnudaginn og þar má Mourinho alls ekki tapa þriðja leiknum í röð. Tvö töp í þremur fyrstu leikjunum er versta byrjunin hjá Manchester United síðan 1992-93 tímabilið. Mourinho hefur aldrei tapað stærra á heimavelli en í 3-0 tapinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið."I am one of the greatest managers in the world."#MUFCpic.twitter.com/dHqhf02v8T — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018Jose Mourinho heldur áfram að tala um sína fornu frægð á blaðamannfundum og sagðist núna vera eini stjórinn sem hefur unnið titilinn á Ítalíu, Spáni og í Englandi. „Ég hef unnið átta titla og þá er ég að tala um alvöru titla,“ sagði Jose Mourinho meðal annars. Mourinho hélt því líka fram að síðasta tímabil, þar sem Manchester United náði öðru sætinu en var engu að síður langt á eftir meisturum Manchester City, hafi verið eitt af hans mestu afrekum á þjálfaraferlinum. „Ég er ekki bara knattspyrnustjórinn hjá einu besta félagi í heimi heldur er ég sjálfur líka einn af bestu stjórum heims,“ sagði Jose Mourinho og þegar hann var spurður af því hvort hann yrði áfram einn af bestu stjórum heims ef hann ynni ekki titilinn með Manchester United svaraði Portúgalinn. „Auðvitað. Hefur þú einhvern tímann lesið efni eftir heimspekinginn Hegel? Sannleikurinn er í heildinni og í heildinni finnur þú alltaf sannleikinn,“ sagði Jose Mourinho og hélt áfram:.Mourinho says he is one of the great managers – and quotes Hegel to prove it. @JamieJackson___https://t.co/GozVUYBkrB … #MUFCpic.twitter.com/eRKBJqhU0I — Guardian sport (@guardian_sport) August 31, 2018„Myndir þú spyrja þessarar sömu spurningar ef þú værir fyrir framan stjórann sem endaði í þriðja sæti á síðasta tímabili eða þá fyrir framan stjórana sem enduðu í fjórða eða fimmta sæti,“ svaraði Jose Mourinho með annarri spurningu. Jose Mourinho hélt síðan áfram að tala meira um fyrri árangur og gamla titla en slæma byrjun Manchester United liðsins á þessu tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira