Bílstjóri eðalvagnsins hafði ekki tilskilin ökuréttindi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 21:20 Kærustuparið Amanda Halse og Patrick Cushing voru á meðal þeirra tuttugu sem létust í slysinu í New York í gær. Vísir/AP Eðalvagn, sem ekið var á kyrrstæðan bíl í New York-ríki í gær með þeim afleiðingum að tuttugu létust, stóðst ekki öryggisprófanir og hefði ekki átt að vera í umferð, að sögn Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York. Þá hafði bílstjóri bifreiðarinnar ekki tilskilin réttindi til að aka henni. Slysið varð með þeim hætti að eðalvagninum var ekið á kyrrstæðan bíl við verslun vestan við Albany í New York. Tuttugu létust í slysinu, þar af voru átján í bifreiðinni. Tveir létu lífið er þeir urðu fyrir bílnum á bílastæði við verslunina. Í eðalvagninum voru m.a. tvenn nýgift hjón og fjórar systur. Fólkið var á aldrinum 30-35 ára og var á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar. Cuomo sagði á blaðamannafundi í dag að eðalvagninn hefði hlotið falleinkunn í öryggisprófunum í september. Bílstjórinn hafi jafnframt ekki haft tilskilið leyfi til að aka eðalvagninum með farþega. Þá tjáði Cuomo blaðamönnum að yfirvöld hygðust fara fram á vinnustöðvun á hendur fyrirtækinu Prestige Limo, sem gerði út umræddan eðalvagn, þangað til rannsókn á slysinu lyki.Á meðal hinna látnu eru hjónin Amy og Axel Steenburg sem gengu í það heilaga í júní síðastliðnum. Farþegar í eðalvagninum voru að halda upp á þrítugsafmæli Amy þegar slysið varð. Þrjár systur Amy; Abigail, Mary og Allison, létust einnig. Þá létust hjónin Erin og Shane McGowan, sem einnig giftu sig í júní, í slysinu. Frekari umfjöllun um hina látnu má nálgast á vef BBC. Greint var frá því í dag að íbúar á svæðinu þar sem slysið varð hafi lengi kvartað yfir veginum við slysstað. Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Eðalvagn, sem ekið var á kyrrstæðan bíl í New York-ríki í gær með þeim afleiðingum að tuttugu létust, stóðst ekki öryggisprófanir og hefði ekki átt að vera í umferð, að sögn Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York. Þá hafði bílstjóri bifreiðarinnar ekki tilskilin réttindi til að aka henni. Slysið varð með þeim hætti að eðalvagninum var ekið á kyrrstæðan bíl við verslun vestan við Albany í New York. Tuttugu létust í slysinu, þar af voru átján í bifreiðinni. Tveir létu lífið er þeir urðu fyrir bílnum á bílastæði við verslunina. Í eðalvagninum voru m.a. tvenn nýgift hjón og fjórar systur. Fólkið var á aldrinum 30-35 ára og var á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar. Cuomo sagði á blaðamannafundi í dag að eðalvagninn hefði hlotið falleinkunn í öryggisprófunum í september. Bílstjórinn hafi jafnframt ekki haft tilskilið leyfi til að aka eðalvagninum með farþega. Þá tjáði Cuomo blaðamönnum að yfirvöld hygðust fara fram á vinnustöðvun á hendur fyrirtækinu Prestige Limo, sem gerði út umræddan eðalvagn, þangað til rannsókn á slysinu lyki.Á meðal hinna látnu eru hjónin Amy og Axel Steenburg sem gengu í það heilaga í júní síðastliðnum. Farþegar í eðalvagninum voru að halda upp á þrítugsafmæli Amy þegar slysið varð. Þrjár systur Amy; Abigail, Mary og Allison, létust einnig. Þá létust hjónin Erin og Shane McGowan, sem einnig giftu sig í júní, í slysinu. Frekari umfjöllun um hina látnu má nálgast á vef BBC. Greint var frá því í dag að íbúar á svæðinu þar sem slysið varð hafi lengi kvartað yfir veginum við slysstað.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00