Arsenal goðsögn: Er skítsama því annars hefði Wenger ekki fengið tveggja ára samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 10:00 Arsene Wenger. Vísir/Getty Ian Wright, einn af markahæstu leikmönnum í sögu Arsenal, vill losna við Arsene Wenger úr stjórastól félagsins en franski knattspyrnustjórinn og leikmenn hans hafa fengið harða gagnrýni eftir tapið í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina. Arsenal tapaði 3-0 á móti Manchester City á Wembley um síðustu helgi og hefur tapað sex af fyrstu tólf leikjum sínum á árinu 2018. „Það eru eintómar afsakanir frá Wenger og hann er bara að ofdekra leikmennina sína,“ sagði Ian Wright í viðtali við BBC Radio 5. „Hvort sem hann heldur áfram með liðið eða ekki þá er ekkert sem rökstyður það að hann verði áfram. Ég held að enginn geti fundið þau rök. Það þarf að fara binda enda á þessa meðalmennsku,“ sagði Wright. „Ég vil að Arsenal fari að berjast um titilinn á ný og ég vil sjá félagið fá til sín spennandi leikmenn,“ sagði Wright sem heldur því fram að nokkrir leikmenn liðsins hafi það bara hreinlega of gott. „Það mun taka Arsenal nokkur ár að koma til baka. Það eru öll lið að styrkja sig og bæta af þessum topp fimm en Arsenal er að fara í hina áttina. Þeir verða að stoppa þá þróun, ná sér í öflugan stjóra til að fara með liðið inn í framtíðina,“ sagði Wright."He is mollycoddling a team." Ian Wright says he could not make a case for Arsene Wenger to remain as Arsenal manager. Full storyhttps://t.co/n1eVasHN40pic.twitter.com/NHOe6mcrXA — BBC Sport (@BBCSport) February 27, 2018 Ian Wright skoraði á sínum tíma 185 mörk í 288 leikjum með Arsenal en hann lagði skóna á hilluna árið 2000. Ian Wright spilaði tvö síðustu árin sín hjá Arsenal undir stjórn Arsene Wenger og skoraði 10 mörk í 24 leikjum þegar Wenger gerði Arsenal að Englandsmeisturum í fyrsta sinn. „Ég vil skella stórum hluta af skuldinni á eigandann. Kroenke er skítsama. Ef honum væri ekki skítsama þá hefði Wenger ekki fengið nýjan tveggja ára samning,“ sagði Wright."Kroenke doesn't care" Strong words from #AFC legend @IanWright0 on Arsenal's management and ethos within the club. Do you agree?https://t.co/Qk7lSDQJ3wpic.twitter.com/5OiKOwAGzL — BBC 5 live Sport (@5liveSport) February 26, 2018 „Allir eru farnir að sjá að Wenger þarf að fara. Eigandinn þarf að vera á staðnum og sjá hvað er að gerast. Stuðningsmennirnir gafa verið að segja þetta í mörg ár en það hlustar enginn. Eigandinn hefur ekki gert neitt í málinu og fyrir vikið hefur Wenger bara haldið áfram,“ sagði Wright. Ian Wright vill ekki einhvern gamlan karl í starfið. Hann vill ekki Carlo Ancelotti eða slíka týpu heldur ungan upprennandi stjóra eins og Mauricio Pochettino. Það má finna meira af viðtalinu við Ian Wright með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Ian Wright, einn af markahæstu leikmönnum í sögu Arsenal, vill losna við Arsene Wenger úr stjórastól félagsins en franski knattspyrnustjórinn og leikmenn hans hafa fengið harða gagnrýni eftir tapið í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina. Arsenal tapaði 3-0 á móti Manchester City á Wembley um síðustu helgi og hefur tapað sex af fyrstu tólf leikjum sínum á árinu 2018. „Það eru eintómar afsakanir frá Wenger og hann er bara að ofdekra leikmennina sína,“ sagði Ian Wright í viðtali við BBC Radio 5. „Hvort sem hann heldur áfram með liðið eða ekki þá er ekkert sem rökstyður það að hann verði áfram. Ég held að enginn geti fundið þau rök. Það þarf að fara binda enda á þessa meðalmennsku,“ sagði Wright. „Ég vil að Arsenal fari að berjast um titilinn á ný og ég vil sjá félagið fá til sín spennandi leikmenn,“ sagði Wright sem heldur því fram að nokkrir leikmenn liðsins hafi það bara hreinlega of gott. „Það mun taka Arsenal nokkur ár að koma til baka. Það eru öll lið að styrkja sig og bæta af þessum topp fimm en Arsenal er að fara í hina áttina. Þeir verða að stoppa þá þróun, ná sér í öflugan stjóra til að fara með liðið inn í framtíðina,“ sagði Wright."He is mollycoddling a team." Ian Wright says he could not make a case for Arsene Wenger to remain as Arsenal manager. Full storyhttps://t.co/n1eVasHN40pic.twitter.com/NHOe6mcrXA — BBC Sport (@BBCSport) February 27, 2018 Ian Wright skoraði á sínum tíma 185 mörk í 288 leikjum með Arsenal en hann lagði skóna á hilluna árið 2000. Ian Wright spilaði tvö síðustu árin sín hjá Arsenal undir stjórn Arsene Wenger og skoraði 10 mörk í 24 leikjum þegar Wenger gerði Arsenal að Englandsmeisturum í fyrsta sinn. „Ég vil skella stórum hluta af skuldinni á eigandann. Kroenke er skítsama. Ef honum væri ekki skítsama þá hefði Wenger ekki fengið nýjan tveggja ára samning,“ sagði Wright."Kroenke doesn't care" Strong words from #AFC legend @IanWright0 on Arsenal's management and ethos within the club. Do you agree?https://t.co/Qk7lSDQJ3wpic.twitter.com/5OiKOwAGzL — BBC 5 live Sport (@5liveSport) February 26, 2018 „Allir eru farnir að sjá að Wenger þarf að fara. Eigandinn þarf að vera á staðnum og sjá hvað er að gerast. Stuðningsmennirnir gafa verið að segja þetta í mörg ár en það hlustar enginn. Eigandinn hefur ekki gert neitt í málinu og fyrir vikið hefur Wenger bara haldið áfram,“ sagði Wright. Ian Wright vill ekki einhvern gamlan karl í starfið. Hann vill ekki Carlo Ancelotti eða slíka týpu heldur ungan upprennandi stjóra eins og Mauricio Pochettino. Það má finna meira af viðtalinu við Ian Wright með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira