Styttist í breytingar á kjararáði 14. febrúar 2018 20:00 Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“ Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira