Styttist í breytingar á kjararáði 14. febrúar 2018 20:00 Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“ Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að fljótlega verði hægt að gera breytingar á kjararáði þannig að um það skapist meiri sátt og mun starfsfópur skila niðurstöðum í vikunni. Í ávarpi á Viðskiptaþingi í dag sagði ráðherrann mikilvægt að gæta að félagslegum stöðugleika ekki síður en efnahagslegum. Örar tæknibreytingar og erlend samkeppni var meðal þess sem bar hæst á Viðskiptaþingi í dag. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að Íslendingar væru á tánum til þess að dragast ekki aftur úr í samkeppnishæfni. „Við þurfum að skapa okkur einhverja svona „niche“ þekkingu, sem við erum auðvitað með nú þegar. Aðilar í sjávarútvegi, auk fyrirtækja á borð við Marel og Össur sem hafa sýnt okkur að við getum orðið samkeppnishæf á heimsvísu ef við fókuserum á réttu hlutina.“Ætlar að stofna framtíðarnefnd Forsætisráðherra flutti eitt aðalávarp þingsins. Þar greindi hún m.a. frá því að til stæði að setja á fót sérstaka framtíðarnefnd innan Alþingis, en slík nefnd hefur m.a. starfað um langa hríð í Finnlandi. „Með því að setja aukna áherslu á þetta á vettvangi þingsins hef ég trú á því að við getum farið að horfa líka til lengri tíma í þessum málum sem ég held að skipti miklu máli. Að vera ekki alltaf föst í vettvangi dagsins.“ Hún sagði mikilvægt að skapa sátt á vinnumarkaði og huga að félagslegum aðstæðum fólks samhliða efnahagslegum stöðugleika. Þetta mættu ráðamenn einnig taka til sín, en hún á von á að hægt verði að gera grundvallarbreytingar á starfsemi hins umdeilda kjararáðs sem allra fyrst – eftir að niðurstöður starfshóps um málið liggja fyrir. „Ég vil sjá það þróast í þá átt sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, þar sem hafa ekki verið sams konar deilur og hér hafa verið árum saman um kjör æðstu embættismanna ríkisins.“„Þyrftum 30 konur í röð“ Á þinginu kom fram að staða kvenna í viðskiptalífinu færi batnandi hér á landi, en þannig væri t.a.m. rétt tæplega helmingur stjórnenda í Viðskiptaráði kvenkyns. Katrín sagði aftur á móti mikilvægt að hætta ekki að hrofa fram veginn þótt vel gengi. „Ég hef hins vegar leyft mér að benda á það þegar ég er spurð af erlendum blaðamönnum hvort Ísland sé ekki paradís á jörð af því að forsætisráðherrann er kona – þá hef ég sagt að við þyrftum kannski 30 konur í röð til að geta farið að tala þannig.“
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira