Enski boltinn

Pep: Mendy á margt eftir ólært

Dagur Lárusson skrifar
Mendy í baráttunni.
Mendy í baráttunni. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann segist ekki getað kvartað undnan neinu.

 

Liðsmenn City byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir snemma leiks eftir mark fra Raheem Sterling. Eftir það fengu þeir mikið af færum en náðu ekki að nýta þau fyrr en í seinni hálfleiknum þegar Bernardo Silva skoraði annað mark þeirra.

 

„Ég get ekki kvartað undan neinu, við vorum frábærir.“

 

Pep sagði þó í viðtali eftir leikinn að bakvörðurinn Benjamin Mendy eigi margt ólært.

 

„Mendy er Mendy. Stundum viljum við drepa hann hann því hann hefur gert eitthvað vitlaust, en síðan nokkrum mínútum seinna er það algjörlega öfugt.“

 

„Hann hefur okkur mikla orku, en hann á mikið eftir ólært.“

 

„Vonandi getum við sannfært hann um að einbeita sér frekar að því að læra heldur en að sinna samfélagsmiðlum sínum.“

 

Benjamin Mendy var ekki lengi að fara á Twitter og svara þessum ummælum en það gerði hann á skemmtilegan hátt eins og sjá má hér fyrir neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×