Hörundssár Petr Cech tók stríðninni illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 10:15 Petr Cech. Vísir/Getty Petr Cech og Bayer Leverkusen lentu í smá karpi á samfélagsmiðlum eftir að tékkneski markvörðurinn var næstum því búinn að senda boltann í eigið mark um helgina. Petr Cech, markvörður Arsenal, hafði nóg að gera í tapleik Arsenal á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var þó ekki um að ræða skothríð frá ensku meisturunum heldur fékk Petr Cech mikið af sendingum til baka. Í eitt skiptið var Petr Cech næstum því búinn að senda boltann innanfótar í eigið mark og það fór ekki framhjá neinum að honum leið ekkert allof vel að sjá svona mikið af boltanum í þessum leik. Það var sem dæmi aðeins einn útileikmaður Arsenal sem kom oftar við boltann í leiknum en Petr Cech. Það var miðjumaðurinn Mattéo Guendouzi. Bernd Leno er varamarkvörður Arsenel en félagið keypti hann frá Bayer Leverkusen í sumar. Eftir þetta ótrúlega atvik þegar Cech var næstum því búinn að skora sjálfsmark þá freistuðust þeir hjá Bayer Leverkusen til að stríða Tékkanum aðeins á Twitter.In case you all were wondering how to play out of the back... pic.twitter.com/LZkxznsGPs — Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) August 12, 2018 Bayer Leverkusen setti þá myndband af marki Bayer Leverkusen sem kom eftir sókn sem hófst á því að umræddur Bernd Leno spilaði boltanum út frá sínu marki. Undir myndbandinu stóð síðan: „Ef þið voruð að velta því fyrir ykkur hvernig á að spila boltanum frá markinu sínu...“ Petr Cech tók þessu mjög illa og kallaði þetta innlegg frá Bayer Leverkusen sorglegt. Hann gagnrýndi það líka að því fylgdi ekki mikil fagmennska..@Arsenal we share important values which make us a big club not only on the football side . Fair competition, professionalism and sportsmanship are the biggest ones you teach young footballers and it’s sad to see when other clubs don’t share the same values. .@bayer04_en — Petr Cech (@PetrCech) August 13, 2018 Bayer Leverkusen svaraði síðan hörundssárum viðbrögðum tékkneska markvarðarins undir twitter-færslu Cech. Þjóðverjarnir sögðu að Cech hafi tekið þessu gríni þeirra full persónulega. „Hæ Petr. Það lítur út fyrir að brandarinn okkar um að vilja sjá Leno spila, okkar fyrrum leikmann, hafi verið tekinn miklu persónulegra/alvarlegra en ætlun okkar var. Þetta var bara smá stríðni,“ sagði á twitter síðu Bayer Leverkusen þar sem Þjóðverjarnir notuðu líka tækifærið og hrósuðu Petr Cech. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Petr Cech og Bayer Leverkusen lentu í smá karpi á samfélagsmiðlum eftir að tékkneski markvörðurinn var næstum því búinn að senda boltann í eigið mark um helgina. Petr Cech, markvörður Arsenal, hafði nóg að gera í tapleik Arsenal á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var þó ekki um að ræða skothríð frá ensku meisturunum heldur fékk Petr Cech mikið af sendingum til baka. Í eitt skiptið var Petr Cech næstum því búinn að senda boltann innanfótar í eigið mark og það fór ekki framhjá neinum að honum leið ekkert allof vel að sjá svona mikið af boltanum í þessum leik. Það var sem dæmi aðeins einn útileikmaður Arsenal sem kom oftar við boltann í leiknum en Petr Cech. Það var miðjumaðurinn Mattéo Guendouzi. Bernd Leno er varamarkvörður Arsenel en félagið keypti hann frá Bayer Leverkusen í sumar. Eftir þetta ótrúlega atvik þegar Cech var næstum því búinn að skora sjálfsmark þá freistuðust þeir hjá Bayer Leverkusen til að stríða Tékkanum aðeins á Twitter.In case you all were wondering how to play out of the back... pic.twitter.com/LZkxznsGPs — Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) August 12, 2018 Bayer Leverkusen setti þá myndband af marki Bayer Leverkusen sem kom eftir sókn sem hófst á því að umræddur Bernd Leno spilaði boltanum út frá sínu marki. Undir myndbandinu stóð síðan: „Ef þið voruð að velta því fyrir ykkur hvernig á að spila boltanum frá markinu sínu...“ Petr Cech tók þessu mjög illa og kallaði þetta innlegg frá Bayer Leverkusen sorglegt. Hann gagnrýndi það líka að því fylgdi ekki mikil fagmennska..@Arsenal we share important values which make us a big club not only on the football side . Fair competition, professionalism and sportsmanship are the biggest ones you teach young footballers and it’s sad to see when other clubs don’t share the same values. .@bayer04_en — Petr Cech (@PetrCech) August 13, 2018 Bayer Leverkusen svaraði síðan hörundssárum viðbrögðum tékkneska markvarðarins undir twitter-færslu Cech. Þjóðverjarnir sögðu að Cech hafi tekið þessu gríni þeirra full persónulega. „Hæ Petr. Það lítur út fyrir að brandarinn okkar um að vilja sjá Leno spila, okkar fyrrum leikmann, hafi verið tekinn miklu persónulegra/alvarlegra en ætlun okkar var. Þetta var bara smá stríðni,“ sagði á twitter síðu Bayer Leverkusen þar sem Þjóðverjarnir notuðu líka tækifærið og hrósuðu Petr Cech.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira