De Bruyne ekki hræddur við að rífast við Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 11:00 Kevin de Bruyne og Pep Guardiola. Vísir/Getty Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira