De Bruyne ekki hræddur við að rífast við Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 11:00 Kevin de Bruyne og Pep Guardiola. Vísir/Getty Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira