Samningurinn er til ársins 2023 og mun færa Zaha um 130 þúsund pund í vikulaun ef marka má fréttir frá Englandi.
Þessi 25 ára gamli leikmaður sló ungur í gegn hjá Palace þar sem hann lék fyrst fyrir aðalliðið 18 ára gamall. Hann var keyptur til Manchester United árið 2013 en náði ekki að festa sig í sessi hjá enska stórveldinu og sneri fljótt aftur til uppeldisfélagsins.
HE'S ALL PALACE!
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 15, 2018
We're delighted to announce that @wilfriedzaha has signed a contract extension, keeping him at #CPFC until
More: https://t.co/P6klx4sWCC pic.twitter.com/PRpNMuGVob
Raunar tapaði liðið öllum þeim 10 leikjum sem hann missti af vegna meiðsla á síðustu leiktíð en náði svo góðum úrslitum með Zaha innanborðs enda hafnaði liðið í 11.sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Zaha skoraði níu mörk á síðustu leiktíð og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu, þriðja árið í röð.
Hann lék fyrir öll yngri landslið Englands og spilaði einnig tvo vináttuleiki með A-landsliðinu áður en hann ákvað að leika fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hefur hann leikið átta landsleiki og skorað tvö mörk.
Crystal Palace with and without Wilfried Zaha starting in the Premier League since the start of the 2017/18 season
— WhoScored.com (@WhoScored) August 15, 2018
For more player stats -- https://t.co/gnmc4TYiHh pic.twitter.com/qsS1XNN0Zd