Brynjar sem er 26 ára er uppalinn FH-ingur og spilaði með liðinu í mörg ár áður en hann gekk til liðs við Grindavík árið 2016.
Brynjar spilaði 13 leiki með Grindavík í Pepsi deildinni í sumar en nú hefur hann skrifað undir tveggja ára samning við FH.
Brynjar á að baki sér 74 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim fimm mörk.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson skrifaði í dag undir 2 ára samning við FH. Við bjóðum @brynjargud innilega velkominn heim í Kaplakrika. #ViðerumFH #fotboltinet pic.twitter.com/7cMJNX2b4O
— FHingar.net (@fhingar) October 27, 2018