Vilja stöðva sjóræningjaleiðsögn á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 16. október 2018 09:00 Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendum ferðamönnum sé boðið upp á ófaglærða leiðsögumenn á of lágum launum. Vísir Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira